Metið á a.m.k. hundruðir milljóna 29. september 2004 00:01 Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Sjá meira
Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Sjá meira