Refsing fyrir að segja skoðun sína 29. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur Framsóknarflokksins skipti með sér verkum í gær. Niðurstaðan kom vægast sagt afar mikið á óvart og má líkja við pólitíska sprengingu. Einn þingmanna flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, var algerlega settur út í kuldann og situr einn óbreyttra alþingismanna Íslands ekki í einni einustu nefnd á næsta þingi. Allir þingmenn flokksins utan Kristins og Jónínu Bjartmarz samþykktu þessa tilhögun. Aðrir þingmenn Framsóknar sitja í þremur til fjórum fastanefndum og sitja engir alþingismenn í fleiri nefndum en þingmenn Framsóknar. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins úr fastanefndum Alþingis að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfranm að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Hjálmar segir að menn hafi reynt eins og hægt var að slíðra sverðin og hann segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti Kristni þegar hann gekk til liðs við Framsókn á sínum tíma. Samskiptin hafi hins vegar þróast með þeim hætti að liðsheildin treysti honum ekki lengur að fara með sitt umboð Hjálmar segir að þetta séu ekki skilaboð til manna um að þeir skuli sitja á sannfæringu sinni, gangi hún í blóra við skoðun flokksforystunnar, en venjan sé sú að flokkurinn sé lið. Menn hafi oft ólíkar skoðanir en reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi ákvörðun félaga sinna hafi komið honum afar mikið á óvart. Enginn hafi gert honum viðvart eða varað hann við því sem beið hans á fundinum í gærkvöld. Þá segir hann engan samflokksmanna sinna hafa gert nokkrar athugasemdir við nefndastörf hans. Öðru nær. Kristinn segir þetta viðbrögð við sjálfstæði sínu í tveimur málum: fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Kristinn segist þrátt fyrir þetta ekki hafa hugleitt að leita hófanna annars staðar. Hann segir að afstaða sín í mörgum umdeildum og mikilvægum málum endurspegli vilja flokksmanna Framsóknar mun skýrar en stefna flokksins í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst spurningin um trúnað og traust vera hvort það sé nægilegt traust á milli forystu flokksins og kjósenda hans, þegar forystan tekur ítrekað ákvarðanir sem ganga gegn vilja stuðningsmanna Framsóknarflokksins,“ segir Kristinn. Hann segir þessa uppákomu fela í sér skýr skilaboð til annarra Framsóknarmanna sem sitji á þingi eða hyggi á pólitískan frama innan flokksins. Þau séu að fylgja forystunni, ellegar hafa verra af. Kristinn ætlar áfram að styðja ríkisstjórnina en hann segir hluta vanda forystu Framsóknar felast í langvinnu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem honum er lítt að skapi. Sjálfstæðismenn hafi allt aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hins vegar dragi hver dám af sínum sessunaut og eftir níu ára samstarf sjái kjósendur ákaflega lítinn mun á forystu þessarra tveggja flokka. Hægt er að hlusta á fréttina með viðtölum við Hjálmar og Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur Framsóknarflokksins skipti með sér verkum í gær. Niðurstaðan kom vægast sagt afar mikið á óvart og má líkja við pólitíska sprengingu. Einn þingmanna flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, var algerlega settur út í kuldann og situr einn óbreyttra alþingismanna Íslands ekki í einni einustu nefnd á næsta þingi. Allir þingmenn flokksins utan Kristins og Jónínu Bjartmarz samþykktu þessa tilhögun. Aðrir þingmenn Framsóknar sitja í þremur til fjórum fastanefndum og sitja engir alþingismenn í fleiri nefndum en þingmenn Framsóknar. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins úr fastanefndum Alþingis að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfranm að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Hjálmar segir að menn hafi reynt eins og hægt var að slíðra sverðin og hann segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti Kristni þegar hann gekk til liðs við Framsókn á sínum tíma. Samskiptin hafi hins vegar þróast með þeim hætti að liðsheildin treysti honum ekki lengur að fara með sitt umboð Hjálmar segir að þetta séu ekki skilaboð til manna um að þeir skuli sitja á sannfæringu sinni, gangi hún í blóra við skoðun flokksforystunnar, en venjan sé sú að flokkurinn sé lið. Menn hafi oft ólíkar skoðanir en reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi ákvörðun félaga sinna hafi komið honum afar mikið á óvart. Enginn hafi gert honum viðvart eða varað hann við því sem beið hans á fundinum í gærkvöld. Þá segir hann engan samflokksmanna sinna hafa gert nokkrar athugasemdir við nefndastörf hans. Öðru nær. Kristinn segir þetta viðbrögð við sjálfstæði sínu í tveimur málum: fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Kristinn segist þrátt fyrir þetta ekki hafa hugleitt að leita hófanna annars staðar. Hann segir að afstaða sín í mörgum umdeildum og mikilvægum málum endurspegli vilja flokksmanna Framsóknar mun skýrar en stefna flokksins í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst spurningin um trúnað og traust vera hvort það sé nægilegt traust á milli forystu flokksins og kjósenda hans, þegar forystan tekur ítrekað ákvarðanir sem ganga gegn vilja stuðningsmanna Framsóknarflokksins,“ segir Kristinn. Hann segir þessa uppákomu fela í sér skýr skilaboð til annarra Framsóknarmanna sem sitji á þingi eða hyggi á pólitískan frama innan flokksins. Þau séu að fylgja forystunni, ellegar hafa verra af. Kristinn ætlar áfram að styðja ríkisstjórnina en hann segir hluta vanda forystu Framsóknar felast í langvinnu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem honum er lítt að skapi. Sjálfstæðismenn hafi allt aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hins vegar dragi hver dám af sínum sessunaut og eftir níu ára samstarf sjái kjósendur ákaflega lítinn mun á forystu þessarra tveggja flokka. Hægt er að hlusta á fréttina með viðtölum við Hjálmar og Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira