Sígaunstemmning og grænt te 28. september 2004 00:01 Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala. Nám Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala.
Nám Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira