Sígaunstemmning og grænt te 28. september 2004 00:01 Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala. Nám Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala.
Nám Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira