Hlið við hlið 23. september 2004 00:01 Grunnskólakennarar á Íslandi þiggja lág laun fyrir störf sín og hafa gert það lengi. Verulegur hluti fólksins í landinu hlýtur því í reynd að vilja, að kennarar séu láglaunastétt, því að ella hefðu stjórnvöld væntanlega séð sér hag í að veita meira fé til menntamála, svo að hægt væri að greiða kennurum hærri laun. En því hefur ekki verið að heilsa. Menntun hefur ekki verið forgangsverkefni, heldur hafa skólamál jafnan verið látin sitja á hakanum, svo sem m.a. naumar fjárveitingar ríkis og byggða til menntamála vitna um. Fjárframlög til menntunarmála hafa þó aukizt talsvert í uppsveiflu síðustu ára, m.a. vegna löngu tímabærrar kauphækkunar handa framhaldsskólakennurum fyrir fáeinum árum að loknu átta vikna verkfalli. Kennsla er mikilvægt starf og ætti því að útheimta mikla og góða menntun og gefa vel af sér. Hvað þarf til þess, að hugsjónin um kennara sem hálaunastétt geti orðið að veruleika? Hvað þurfti til þess, að draumsýnin um lækna sem hálaunastétt í Sovétríkjunum gæti rætzt? Svarið er hið sama í báðum dæmum: það þarf að breyta skipulaginu. Það þarf að jafna launakjör kynjanna, til að svo nefndar kvennastéttir þurfi ekki að una lágum launum. Og það þarf að aflétta opinberri einokun og gefa einkaframtaki, frelsi og fjölbreytni lausari taum - leyfa þúsund blómum að blómstra, eins og Maó formaður sagði í öðru samhengi. Á þetta vantar enn hér heima, enda þótt fjölbreytni í skólastarfi hafi aukizt umtalsvert undangengin ár. Hér er við ramman reip að draga, og fyrirstaðan virðist búa ekki sízt í kennurum sjálfum. Vandinn er margþættur. Nær allir grunnskólakennarar hafa einn og sama vinnuveitanda: nú sveitarfélögin, áður ríkisvaldið. Þektta fyrirkomulag er ekki að öllu leyti heppilegt m.a. vegna þess, að sveitarfélögin standa misvel og miður stæðar byggðir draga laun kennara niður á heildina litið. Miðstjórn menntamálanna gerir þau þung í vöfum, og kostir dreifðrar ábyrgðar fá ekki að njóta sín til fulls. Annar angi vandans er sá, að kennarar geta beitt samtakamætti gegn sameiginlegum vinnuveitanda sínum til að loka skólunum eins og nú hefur gerzt einu sinni enn. Þessi leið stæði þeim ekki opin, ef þeir ynnu á víð og dreif og semdu hver og einn við marga ólíka vinnuveitendur, enda gerðist þess þá varla þörf að leggja niður vinnu í kjarabótaskyni, því að þá væru launakjör kennara líklega að jafnaði mun betri en þau eru nú. Ef kennarar gætu valið á milli vinnuveitenda eins og langflestir aðrir launþegar, þá störfuðu hér hlið við hlið ríkisskólar - eða réttara sagt skólar, sem sveitarfélögin starfrækja eða styrkja, úr því að við erum að tala um grunnskóla - og einkaskólar. Skólunum væri öllum uppálagt að kenna sameiginlegt grunnnámsefni, svo sem nú er, og almannavaldið hefði eftirlit með framkvæmdinni, en skólarnir hefðu að öðru leyti frjálsar hendur til fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þeir væru því ólíkir, af því að fólk er ólíkt, og foreldrar þyrftu að hafa fyrir því að kynna sér, hvað væri í boði í hverjum skóla. Foreldrar myndu þá ekki endilega velja skóla handa börnum sínum eftir búsetu, eins og nú tíðkast, heldur eftir þeim árangri, sem skólarnir hefðu náð, og því orði, sem af þeim færi. Skólarnir myndu keppa hver við annan og eflast af. Þessi lýsing ætti að hljóma kunnuglega, því að einmitt þannig er háskólastigið í landinu að verða. Það er liðin tíð, að Háskóli Íslands steypi alla stúdenta í sama mót, og nú eru margir háskólar í landinu. Menn fara ekki í Háskólann á Hólum af því, að þeir búa í Skagafirði, heldur af því að þeir hafa hug á búnaðarfræðum o.fl. Þessi hugsun - þessi aukna eftirsókn eftir fjölbreytni - er nú smám saman að ryðja sér til rúms í framhaldsskólunum og þyrfti að koma til frekari skoðunar einnig í grunnskólum. Skipulagsbreytingu skólamálanna í þessa veru þyrfti að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annaðhvort þyrfti almannavaldið að leggja skólunum til meira fé en það gerir nú eða leyfa þeim að afla fjár á eigin spýtur, t.d. með því að leggja hófleg gjöld á nemendur eða með því að stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og nú er tekið að færast í vöxt í háskólum og einnig á öðrum skólastigum í nokkrum nálægum löndum. Hér heima kaupa menn t.d. lestrarkennslu handa börnum sínum í stórum stíl, svo að börnin séu vel læs, þegar þau koma fyrst í skólann. Hyggilegast væri e.t.v. að afla fjár eftir öllum þessum leiðum í ýmsum hlutföllum til að sætta ólík sjónarmið. Kennarar ættu því að segja við viðsemjendur sína: við skulum bæta skólana, ef þið hækkið launin eða veitið okkur frelsi til að keppa innbyrðis og afla fjár á eigin spýtur - helzt hvort tveggja. Og sveitarfélögin ættu að taka boðinu fagnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Grunnskólakennarar á Íslandi þiggja lág laun fyrir störf sín og hafa gert það lengi. Verulegur hluti fólksins í landinu hlýtur því í reynd að vilja, að kennarar séu láglaunastétt, því að ella hefðu stjórnvöld væntanlega séð sér hag í að veita meira fé til menntamála, svo að hægt væri að greiða kennurum hærri laun. En því hefur ekki verið að heilsa. Menntun hefur ekki verið forgangsverkefni, heldur hafa skólamál jafnan verið látin sitja á hakanum, svo sem m.a. naumar fjárveitingar ríkis og byggða til menntamála vitna um. Fjárframlög til menntunarmála hafa þó aukizt talsvert í uppsveiflu síðustu ára, m.a. vegna löngu tímabærrar kauphækkunar handa framhaldsskólakennurum fyrir fáeinum árum að loknu átta vikna verkfalli. Kennsla er mikilvægt starf og ætti því að útheimta mikla og góða menntun og gefa vel af sér. Hvað þarf til þess, að hugsjónin um kennara sem hálaunastétt geti orðið að veruleika? Hvað þurfti til þess, að draumsýnin um lækna sem hálaunastétt í Sovétríkjunum gæti rætzt? Svarið er hið sama í báðum dæmum: það þarf að breyta skipulaginu. Það þarf að jafna launakjör kynjanna, til að svo nefndar kvennastéttir þurfi ekki að una lágum launum. Og það þarf að aflétta opinberri einokun og gefa einkaframtaki, frelsi og fjölbreytni lausari taum - leyfa þúsund blómum að blómstra, eins og Maó formaður sagði í öðru samhengi. Á þetta vantar enn hér heima, enda þótt fjölbreytni í skólastarfi hafi aukizt umtalsvert undangengin ár. Hér er við ramman reip að draga, og fyrirstaðan virðist búa ekki sízt í kennurum sjálfum. Vandinn er margþættur. Nær allir grunnskólakennarar hafa einn og sama vinnuveitanda: nú sveitarfélögin, áður ríkisvaldið. Þektta fyrirkomulag er ekki að öllu leyti heppilegt m.a. vegna þess, að sveitarfélögin standa misvel og miður stæðar byggðir draga laun kennara niður á heildina litið. Miðstjórn menntamálanna gerir þau þung í vöfum, og kostir dreifðrar ábyrgðar fá ekki að njóta sín til fulls. Annar angi vandans er sá, að kennarar geta beitt samtakamætti gegn sameiginlegum vinnuveitanda sínum til að loka skólunum eins og nú hefur gerzt einu sinni enn. Þessi leið stæði þeim ekki opin, ef þeir ynnu á víð og dreif og semdu hver og einn við marga ólíka vinnuveitendur, enda gerðist þess þá varla þörf að leggja niður vinnu í kjarabótaskyni, því að þá væru launakjör kennara líklega að jafnaði mun betri en þau eru nú. Ef kennarar gætu valið á milli vinnuveitenda eins og langflestir aðrir launþegar, þá störfuðu hér hlið við hlið ríkisskólar - eða réttara sagt skólar, sem sveitarfélögin starfrækja eða styrkja, úr því að við erum að tala um grunnskóla - og einkaskólar. Skólunum væri öllum uppálagt að kenna sameiginlegt grunnnámsefni, svo sem nú er, og almannavaldið hefði eftirlit með framkvæmdinni, en skólarnir hefðu að öðru leyti frjálsar hendur til fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þeir væru því ólíkir, af því að fólk er ólíkt, og foreldrar þyrftu að hafa fyrir því að kynna sér, hvað væri í boði í hverjum skóla. Foreldrar myndu þá ekki endilega velja skóla handa börnum sínum eftir búsetu, eins og nú tíðkast, heldur eftir þeim árangri, sem skólarnir hefðu náð, og því orði, sem af þeim færi. Skólarnir myndu keppa hver við annan og eflast af. Þessi lýsing ætti að hljóma kunnuglega, því að einmitt þannig er háskólastigið í landinu að verða. Það er liðin tíð, að Háskóli Íslands steypi alla stúdenta í sama mót, og nú eru margir háskólar í landinu. Menn fara ekki í Háskólann á Hólum af því, að þeir búa í Skagafirði, heldur af því að þeir hafa hug á búnaðarfræðum o.fl. Þessi hugsun - þessi aukna eftirsókn eftir fjölbreytni - er nú smám saman að ryðja sér til rúms í framhaldsskólunum og þyrfti að koma til frekari skoðunar einnig í grunnskólum. Skipulagsbreytingu skólamálanna í þessa veru þyrfti að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annaðhvort þyrfti almannavaldið að leggja skólunum til meira fé en það gerir nú eða leyfa þeim að afla fjár á eigin spýtur, t.d. með því að leggja hófleg gjöld á nemendur eða með því að stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og nú er tekið að færast í vöxt í háskólum og einnig á öðrum skólastigum í nokkrum nálægum löndum. Hér heima kaupa menn t.d. lestrarkennslu handa börnum sínum í stórum stíl, svo að börnin séu vel læs, þegar þau koma fyrst í skólann. Hyggilegast væri e.t.v. að afla fjár eftir öllum þessum leiðum í ýmsum hlutföllum til að sætta ólík sjónarmið. Kennarar ættu því að segja við viðsemjendur sína: við skulum bæta skólana, ef þið hækkið launin eða veitið okkur frelsi til að keppa innbyrðis og afla fjár á eigin spýtur - helzt hvort tveggja. Og sveitarfélögin ættu að taka boðinu fagnandi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun