Flugþjónar í Austurlöndum 22. september 2004 00:01 Sjómenn á hafi úti, flugþjónar í Austurlöndum og veðurathugunarmenn á Hveravöllum. Allir hafa þeir stundað nám hver á sínum stað en þó við sömu menntastofnun, Fjölbraut í Ármúla. Fjarnám - það er lykillinn. Nú stunda þrettán hundruð manns fjarnám við Ármúlaskólann. Fólk af öllu landinu, að sögn skólameistarans Sölva Sveinssonar. Hann flokkar það í nokkra hópa. "Í fyrsta lagi erum við með 150 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur sem hafa komið upp úr 9. bekk með mjög góðar einkunnir. Þeir velja sér gjarnan einn áfanga í fjarnámi með 10. bekknum. Í öðru lagi þjónustum við aðra framhaldsskóla, til dæmis hinn nýja skóla Snæfellinga og einum hópi kennum við spænsku austur á Egilsstöðum. Síðan er fólk á öllum aldri sem á tiltölulega stutt í land með að ljúka starfsnámi eða stúdentsprófi. "Þitt nám þegar þér hentar", eru kjörorð okkar fyrir fjarnámið." Sölvi segir fjarnámsnemendur geta lært hvenær sem er, tekið próf reglulega og fengið niðurstöðuna strax. "Kennarinn sér svo hvenær þeir voru að læra og hvað þeir fengu í prófinu," útskýrir hann. En er ekki eitthvað um að fólk heltist úr lestinni í fjarnáminu? "Það fækkar jú alltaf eitthvað," viðurkennir Sölvi. "Brottfallið er samt alltaf að minnka. Kennararnir eru komnir með svo gott efni og það skilar sér í betri ástundun. Við erum líka treg til að hleypa fólki í meira en níu einingar því reynslan segir okkur að þeim mun meira sem fjarnámsnemendur hafa undir þeim mun meira er brottfallið." -En er eitthvað um að Reykvíkingar séu í fjarnámi við skólann? "Já, þótt fjarnám sé í eðli sínu óstaðbundið þá er samt meirihluti okkar nemenda úr póstnúmerum 1-200 meðan Verkmenntaskólinn á Akureyri sópar til sín fólki í fjarnám sem er í póstnúmerunum 6-700. Þetta hentar nefnilega vinnandi fólki svo vel." Nám Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sjómenn á hafi úti, flugþjónar í Austurlöndum og veðurathugunarmenn á Hveravöllum. Allir hafa þeir stundað nám hver á sínum stað en þó við sömu menntastofnun, Fjölbraut í Ármúla. Fjarnám - það er lykillinn. Nú stunda þrettán hundruð manns fjarnám við Ármúlaskólann. Fólk af öllu landinu, að sögn skólameistarans Sölva Sveinssonar. Hann flokkar það í nokkra hópa. "Í fyrsta lagi erum við með 150 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur sem hafa komið upp úr 9. bekk með mjög góðar einkunnir. Þeir velja sér gjarnan einn áfanga í fjarnámi með 10. bekknum. Í öðru lagi þjónustum við aðra framhaldsskóla, til dæmis hinn nýja skóla Snæfellinga og einum hópi kennum við spænsku austur á Egilsstöðum. Síðan er fólk á öllum aldri sem á tiltölulega stutt í land með að ljúka starfsnámi eða stúdentsprófi. "Þitt nám þegar þér hentar", eru kjörorð okkar fyrir fjarnámið." Sölvi segir fjarnámsnemendur geta lært hvenær sem er, tekið próf reglulega og fengið niðurstöðuna strax. "Kennarinn sér svo hvenær þeir voru að læra og hvað þeir fengu í prófinu," útskýrir hann. En er ekki eitthvað um að fólk heltist úr lestinni í fjarnáminu? "Það fækkar jú alltaf eitthvað," viðurkennir Sölvi. "Brottfallið er samt alltaf að minnka. Kennararnir eru komnir með svo gott efni og það skilar sér í betri ástundun. Við erum líka treg til að hleypa fólki í meira en níu einingar því reynslan segir okkur að þeim mun meira sem fjarnámsnemendur hafa undir þeim mun meira er brottfallið." -En er eitthvað um að Reykvíkingar séu í fjarnámi við skólann? "Já, þótt fjarnám sé í eðli sínu óstaðbundið þá er samt meirihluti okkar nemenda úr póstnúmerum 1-200 meðan Verkmenntaskólinn á Akureyri sópar til sín fólki í fjarnám sem er í póstnúmerunum 6-700. Þetta hentar nefnilega vinnandi fólki svo vel."
Nám Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira