Þegar völdin ein skipta máli 21. september 2004 00:01 Stundum hefur verið talað um bjúrókratana í Brussel af hálfgerðri fyrirlitningu. Menn lifi þar í vellystingum drekkandi kampavín og etandi á þriggja stjörnu matsölustöðum milli þess sem þeir færa til pappírsbunkana á borðunum sínum, eða búa til önnur óþörf plögg til að sauma að atvinnuvegunum og setja ríkisstjórnum stólinn fyrir dyrnar. Slíkt tal mun nú heyra sögunni til, enda ljóst orðið að tveggja ára starf í höfuðborg Evrópusamstarfsins eru þeir kostir sem bestir prýða æðstu embættismenn ríkisins og verður skrifstofustjórastarf í forsætisráðuneyti og áratugs starf æðsta embættismanns höfuðborgarinnar hjóm eitt í þeim samanburði. Ekki er alveg laust við að sumum detti í hug að sækja um doktorsgráðu í ráðuneytisstjórn. Í Evrópusamstarfinu skipta ríki með sér forystu á hálfs árs fresti. Það eins og svo margt annað hermdu EFTA-ríkin eftir Evrópusambandsríkjunum. Við slík tímamót fara menn í hrós- og aðdáunarhaminn. Þeir þakka hvor öðrum vel unna forystu, enginn þarf þó að hafa áhyggjur, því sá sem tekur við er líka svo frábær, hefur mikla reynslu og samstarfið hefur alltaf verið svo gott og mun verða áfram. Einhverjum hljóta að þykja þessi orðaskipti skemmtileg, allavega þeim sem hafa orðið, en svo eru náttúrlega aðrir leiðindapúkar sem finnst þetta heldur hlægilegur siður eða kannski jafnvel ósiður, því sjaldnast eru hlutir settir í sitt rétta samhengi í slíkum orðaskiptum. Nú er svo komið að ríkisstjórnin á Íslandi er orðin eins og embættismannasamstarfið á Evrópuvettvangi. Ríkisstjórnin er við völd til að vera við völd, leiðtogar stjórnmálaflokka, sem þegar kosið er gefa sig út fyrir að vera ólíkir, skipta nú um hlutverk og hrósa hvor öðrum fyrir ótrúlega hæfileika og reynslu rétt eins og embættismenn sem stjórna alþjóðasamstarfi. Skattahækkanir eða -lækkanir skipta ekki máli, loforð til öryrkja, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, ekkert skiptir máli annað en að vera áfram við völd. Allir eru glaðir og í góðu skapi. Forsætisráðherrann fráfarandi er í góðu skapi og segir fréttamönnum, og þeir hlæja og skemmta sér með honum, rétt eins og þeir hörfa og þora ekki að segja múkk eða spyrja þess sem máli skiptir þegar hann er í vondu skapi. Fólksflutningar eru á milli ráðuneyta. Átta manns, held ég, hætta í forsætisráðuneytinu (hvað vinna annars margir þar?) og nýi forsætisráðherrann er að leita að ráðuneytisstjóra. Ég hélt að það ætti að auglýsa slíkar stöður. Vel getur verið að það sé heppilegt fyrirkomulag í stjórnsýslunni að embættismenn fylgi ráðherrum. Það er bara ekki það kerfi sem ríkir á Íslandi, það er hins vegar það kerfi sem ríkir í Bandaríkjunum, okkar kerfi byggir hins vegar á evrópskri hefð. Starf aðstoðarmanna ráðherra var búið til á sínum tíma einmitt til þess að ráðherrar gætu haft við hlið sér einhvern sem þeir gætu litið á sem sinn mann. Embættismannakerfið er nefnilega þannig hugsað að borgararnir geti treyst stjórnkerfinu hvar í flokki sem þeir standa. Ef við viljum breyta því, sem kannski er alls ekki vitlaust, þá verður að gera það með opin augu, þá verður samfélagið að vita af því að verið sé að breyta fyrirkomulaginu sem ríkt hefur. Ráðherrar geta ekki breytt því upp á sitt eindæmi, eða eiga allavega ekki að geta það, jafnvel þó þeir hafi verið ráðherrar í meira en þrettán ár. Því miður er það hins vegar orðið svo að ráðherrar eru farnir að umgangast vinnustað sinn eins og þeir séu heima hjá sér, og það er alveg stórhættuleg þróun. Vonir standa þó til að með þessum stólaskiptum hafi líka lokið heimastjórnarafmælis farsanum. Hinu mikla afmæli sem sagt er að fílefldur karlmaður hafi fengið kaup fyrir í eitt eða tvö ár að undirbúa. Varla þykir ástæða til að forsætisráðherra leiki aðalhlutverkið í fleiri hátíðahöldum. Hápunkturinn var útkoma bókarinnar sem Davíð byrjaði og endaði. Ekki hafði ríkisstjórn einkaframtaks og einkavæðingar mikið fyrir því að ráðast í bókaútgáfu þegar það hentaði henni. Fremur en ríkisfyrirtæki víla ekki fyrir sér að kaupa enska boltann og auka þannig umfang sitt þegar þeim hentar það. Eins og einhver sagði, ríkisstjórnin sem ætlaði að breyta ríkisútvarpinu á nú tvær útvarpsstöðvar og kannski ættu þeir hjá Eddu og JPV útgáfu að fara að búa sig undir frekari samkeppni frá ríkisstjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Stundum hefur verið talað um bjúrókratana í Brussel af hálfgerðri fyrirlitningu. Menn lifi þar í vellystingum drekkandi kampavín og etandi á þriggja stjörnu matsölustöðum milli þess sem þeir færa til pappírsbunkana á borðunum sínum, eða búa til önnur óþörf plögg til að sauma að atvinnuvegunum og setja ríkisstjórnum stólinn fyrir dyrnar. Slíkt tal mun nú heyra sögunni til, enda ljóst orðið að tveggja ára starf í höfuðborg Evrópusamstarfsins eru þeir kostir sem bestir prýða æðstu embættismenn ríkisins og verður skrifstofustjórastarf í forsætisráðuneyti og áratugs starf æðsta embættismanns höfuðborgarinnar hjóm eitt í þeim samanburði. Ekki er alveg laust við að sumum detti í hug að sækja um doktorsgráðu í ráðuneytisstjórn. Í Evrópusamstarfinu skipta ríki með sér forystu á hálfs árs fresti. Það eins og svo margt annað hermdu EFTA-ríkin eftir Evrópusambandsríkjunum. Við slík tímamót fara menn í hrós- og aðdáunarhaminn. Þeir þakka hvor öðrum vel unna forystu, enginn þarf þó að hafa áhyggjur, því sá sem tekur við er líka svo frábær, hefur mikla reynslu og samstarfið hefur alltaf verið svo gott og mun verða áfram. Einhverjum hljóta að þykja þessi orðaskipti skemmtileg, allavega þeim sem hafa orðið, en svo eru náttúrlega aðrir leiðindapúkar sem finnst þetta heldur hlægilegur siður eða kannski jafnvel ósiður, því sjaldnast eru hlutir settir í sitt rétta samhengi í slíkum orðaskiptum. Nú er svo komið að ríkisstjórnin á Íslandi er orðin eins og embættismannasamstarfið á Evrópuvettvangi. Ríkisstjórnin er við völd til að vera við völd, leiðtogar stjórnmálaflokka, sem þegar kosið er gefa sig út fyrir að vera ólíkir, skipta nú um hlutverk og hrósa hvor öðrum fyrir ótrúlega hæfileika og reynslu rétt eins og embættismenn sem stjórna alþjóðasamstarfi. Skattahækkanir eða -lækkanir skipta ekki máli, loforð til öryrkja, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, ekkert skiptir máli annað en að vera áfram við völd. Allir eru glaðir og í góðu skapi. Forsætisráðherrann fráfarandi er í góðu skapi og segir fréttamönnum, og þeir hlæja og skemmta sér með honum, rétt eins og þeir hörfa og þora ekki að segja múkk eða spyrja þess sem máli skiptir þegar hann er í vondu skapi. Fólksflutningar eru á milli ráðuneyta. Átta manns, held ég, hætta í forsætisráðuneytinu (hvað vinna annars margir þar?) og nýi forsætisráðherrann er að leita að ráðuneytisstjóra. Ég hélt að það ætti að auglýsa slíkar stöður. Vel getur verið að það sé heppilegt fyrirkomulag í stjórnsýslunni að embættismenn fylgi ráðherrum. Það er bara ekki það kerfi sem ríkir á Íslandi, það er hins vegar það kerfi sem ríkir í Bandaríkjunum, okkar kerfi byggir hins vegar á evrópskri hefð. Starf aðstoðarmanna ráðherra var búið til á sínum tíma einmitt til þess að ráðherrar gætu haft við hlið sér einhvern sem þeir gætu litið á sem sinn mann. Embættismannakerfið er nefnilega þannig hugsað að borgararnir geti treyst stjórnkerfinu hvar í flokki sem þeir standa. Ef við viljum breyta því, sem kannski er alls ekki vitlaust, þá verður að gera það með opin augu, þá verður samfélagið að vita af því að verið sé að breyta fyrirkomulaginu sem ríkt hefur. Ráðherrar geta ekki breytt því upp á sitt eindæmi, eða eiga allavega ekki að geta það, jafnvel þó þeir hafi verið ráðherrar í meira en þrettán ár. Því miður er það hins vegar orðið svo að ráðherrar eru farnir að umgangast vinnustað sinn eins og þeir séu heima hjá sér, og það er alveg stórhættuleg þróun. Vonir standa þó til að með þessum stólaskiptum hafi líka lokið heimastjórnarafmælis farsanum. Hinu mikla afmæli sem sagt er að fílefldur karlmaður hafi fengið kaup fyrir í eitt eða tvö ár að undirbúa. Varla þykir ástæða til að forsætisráðherra leiki aðalhlutverkið í fleiri hátíðahöldum. Hápunkturinn var útkoma bókarinnar sem Davíð byrjaði og endaði. Ekki hafði ríkisstjórn einkaframtaks og einkavæðingar mikið fyrir því að ráðast í bókaútgáfu þegar það hentaði henni. Fremur en ríkisfyrirtæki víla ekki fyrir sér að kaupa enska boltann og auka þannig umfang sitt þegar þeim hentar það. Eins og einhver sagði, ríkisstjórnin sem ætlaði að breyta ríkisútvarpinu á nú tvær útvarpsstöðvar og kannski ættu þeir hjá Eddu og JPV útgáfu að fara að búa sig undir frekari samkeppni frá ríkisstjórninni.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun