Fá náttúruna inn til sín 20. september 2004 00:01 "Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug. Hús og heimili Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira
"Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug.
Hús og heimili Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira