Fá náttúruna inn til sín 20. september 2004 00:01 "Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug. Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
"Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug.
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira