Þráðlaust dreifikerfi úti á landi 20. september 2004 00:01 Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans". Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans".
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira