Þráðlaust dreifikerfi úti á landi 20. september 2004 00:01 Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans". Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans".
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira