Tjáir sig ekki um rjúpnaveiðibann 15. september 2004 00:01 Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. Lyklaskipti umhverfisráðherra fóru fram í ráðuneytinu við Tjörnina að afloknum ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. Báðir ráðherrar minntu á rjúpu í vetrarbúningi, hvort sem það var af ráðnum hug eður ei, en það fór vel á með þeim þegar ráðherralyklakippan skipti um hendur. Sigríður Anna þakkaði Siv fyrir vel unnin störf sem ráðherra, sagðist taka við góðu búi og óskaði henni velfarnaðar í þinginu. Siv óskaði Sigríði Önnu góðs gengis í ráðuneytinu og sagðist viss um að hún mundi standa sig með miklum sóma. Siv segist gjarna mundi vilja hafa haldið áfram sem ráðherra, og hún segist stolt af því sem hún skilur eftir sig. Hún vill þá helst nefna náttúruvernd og þjóðgarða, t.a.m. sé stærsti þjóðgarður Evrópu að fæðast. Halldór Ásgrímsson hefur boðað breytingar á ráðherraliði Framsóknar á næsta ári og Siv ætlar inn aftur. Sigríður Anna er fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem sest í stól umhverfisráðherra. Þrátt fyrir að hún hafi vitað af því í eitt og hálft ár að í dag myndi hún setjast í þennan stól, þá var hún spör á yfirlýsingar um viðkvæm málefni ráðuneytisins, t.d. rjúpnaveiðibann og náttúruvernd. Um áframhaldandi veiðibann á rjúpu sagðist ráðherrann munu skoða þau mál. Um aukið samstarf og samráð við til náttúruverndarsinna sagði Sigríður að það yrði „bara að koma í ljós“. Sigríður Anna segir að næstu dagar verði annasamir; hún ætli að heimsækja allar stofnanir sem heyri undir ráðuneytið til að fá heildaryfirsýn. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. Lyklaskipti umhverfisráðherra fóru fram í ráðuneytinu við Tjörnina að afloknum ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. Báðir ráðherrar minntu á rjúpu í vetrarbúningi, hvort sem það var af ráðnum hug eður ei, en það fór vel á með þeim þegar ráðherralyklakippan skipti um hendur. Sigríður Anna þakkaði Siv fyrir vel unnin störf sem ráðherra, sagðist taka við góðu búi og óskaði henni velfarnaðar í þinginu. Siv óskaði Sigríði Önnu góðs gengis í ráðuneytinu og sagðist viss um að hún mundi standa sig með miklum sóma. Siv segist gjarna mundi vilja hafa haldið áfram sem ráðherra, og hún segist stolt af því sem hún skilur eftir sig. Hún vill þá helst nefna náttúruvernd og þjóðgarða, t.a.m. sé stærsti þjóðgarður Evrópu að fæðast. Halldór Ásgrímsson hefur boðað breytingar á ráðherraliði Framsóknar á næsta ári og Siv ætlar inn aftur. Sigríður Anna er fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem sest í stól umhverfisráðherra. Þrátt fyrir að hún hafi vitað af því í eitt og hálft ár að í dag myndi hún setjast í þennan stól, þá var hún spör á yfirlýsingar um viðkvæm málefni ráðuneytisins, t.d. rjúpnaveiðibann og náttúruvernd. Um áframhaldandi veiðibann á rjúpu sagðist ráðherrann munu skoða þau mál. Um aukið samstarf og samráð við til náttúruverndarsinna sagði Sigríður að það yrði „bara að koma í ljós“. Sigríður Anna segir að næstu dagar verði annasamir; hún ætli að heimsækja allar stofnanir sem heyri undir ráðuneytið til að fá heildaryfirsýn.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira