Eins og að hitta gamlan vin 15. september 2004 00:01 "Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri. Tækni Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
"Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri.
Tækni Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira