Stólaskipti á ríkisráðsfundi 14. september 2004 00:01 Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í umhverfisráðuneytinu. Davíð Oddsson stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: "Ég held það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefnalega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra. Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi." Halldór Ásgrímsson sagðist að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum undir stjórn Davíðs að breytingar yrðu, en engin bylting þótt nýr maður tækji við ríkisstjórnarforystu. "Það verður áherslumunur þegar fram líða stundir, en þetta hefur gengið svo vel að ég tel ekki ástæðu til að gera neina byltingu." Hann sagðist vísa því á bug að það myndi reynast erfitt að hafa fyrrverandi forsætisráðherra innanborðs í fagráðuneyti. "Ég hlusta ekki á slíkar kenningar. Davíð situr áfram í ríkisstjórn sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina og mig líka að hafa hann með. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í umhverfisráðuneytinu. Davíð Oddsson stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: "Ég held það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefnalega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra. Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi." Halldór Ásgrímsson sagðist að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum undir stjórn Davíðs að breytingar yrðu, en engin bylting þótt nýr maður tækji við ríkisstjórnarforystu. "Það verður áherslumunur þegar fram líða stundir, en þetta hefur gengið svo vel að ég tel ekki ástæðu til að gera neina byltingu." Hann sagðist vísa því á bug að það myndi reynast erfitt að hafa fyrrverandi forsætisráðherra innanborðs í fagráðuneyti. "Ég hlusta ekki á slíkar kenningar. Davíð situr áfram í ríkisstjórn sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina og mig líka að hafa hann með.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira