Hönnun í kartöflugeymslu 6. september 2004 00:01 "Byggingin myndi ekki haggast í sprengingu enda er þetta upphaflega sprengjugeymsla úr heimsstyrjöldinni síðari" segir Kristinn Brynjólfsson innanhússarkitekt um gömlu kartöflugeymslurnar við Rafstöðvarveg í Reykjavík. "Veggirnir eru hnausþykkir og fær fátt stjakað við þeim enda er byggingarefnið járnbent steinsteypa," segir Kristinn. Sjö sjálfstæðar einingar mynda bygginguna sem er samanlagt um 1500 fermetrar og er heildarþyngd stálsins rúmlega 254 þúsund kíló. Þykkt bárað stálbogavirki liggur ofan á veggjunum sem fest er saman með yfir 36.000 öflugum stálboltum. "Sambærileg efnisnotkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum," segir Kristinn um þessa merku byggingu sem á sér sérstaka sögu og fór frá því að hýsa sprengjur í að geyma kartöflur borgarbúa. "Bandaríkjamenn settu hana upp í Hvalfirðinum en eftir stríð var hún öll tekin í sundur alveg til minnstu skrúfu og flutt í heild sinni á núverandi stað. Upp frá því gegndi hún hlutverki kartöflugeymslu í áratugi, en hingað kom fólk á hverju hausti með uppskeruna og geymdi yfir veturinn," segir Kristinn sem heillaðist af sérstöðu byggingarinnar og ætlar henni nú nýtt hlutverk og með því heldur sérstök saga hennar áfram. "Hér á að rísa hönnunar- og listamiðstöð með lifandi og skapandi umhverfi, þar sem haft er að leiðarljósi að starfsemin í húsunum styðji hver aðra," segir Kristinn sem sjálfur ætlar að reka verslunina Desform í húsinu þar sem hann selur eigin hönnun og framleiðslu á sófum. "Breytingar verða gerðar á útliti og umhverfi byggingarinnar sem mun gera hana að aðlaðandi stað til að heimsækja. Mikill metnaður er lagður í listrænar útfærslur húss og lóðar þar sem sérstaðan verður dregin fram með vönduðum frágangi sem myndar andstæður við grófleikann sem fyrir er," segir Kristinn sem áætlar að starfsemin verði komin í gang í apríl á næsta ári. "Hér verða ekki lengur geymdar neinar sprengjur en ég get lofað að samt sem áður verður mikil dýnamík í húsinu," segir Kristinn. Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
"Byggingin myndi ekki haggast í sprengingu enda er þetta upphaflega sprengjugeymsla úr heimsstyrjöldinni síðari" segir Kristinn Brynjólfsson innanhússarkitekt um gömlu kartöflugeymslurnar við Rafstöðvarveg í Reykjavík. "Veggirnir eru hnausþykkir og fær fátt stjakað við þeim enda er byggingarefnið járnbent steinsteypa," segir Kristinn. Sjö sjálfstæðar einingar mynda bygginguna sem er samanlagt um 1500 fermetrar og er heildarþyngd stálsins rúmlega 254 þúsund kíló. Þykkt bárað stálbogavirki liggur ofan á veggjunum sem fest er saman með yfir 36.000 öflugum stálboltum. "Sambærileg efnisnotkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum," segir Kristinn um þessa merku byggingu sem á sér sérstaka sögu og fór frá því að hýsa sprengjur í að geyma kartöflur borgarbúa. "Bandaríkjamenn settu hana upp í Hvalfirðinum en eftir stríð var hún öll tekin í sundur alveg til minnstu skrúfu og flutt í heild sinni á núverandi stað. Upp frá því gegndi hún hlutverki kartöflugeymslu í áratugi, en hingað kom fólk á hverju hausti með uppskeruna og geymdi yfir veturinn," segir Kristinn sem heillaðist af sérstöðu byggingarinnar og ætlar henni nú nýtt hlutverk og með því heldur sérstök saga hennar áfram. "Hér á að rísa hönnunar- og listamiðstöð með lifandi og skapandi umhverfi, þar sem haft er að leiðarljósi að starfsemin í húsunum styðji hver aðra," segir Kristinn sem sjálfur ætlar að reka verslunina Desform í húsinu þar sem hann selur eigin hönnun og framleiðslu á sófum. "Breytingar verða gerðar á útliti og umhverfi byggingarinnar sem mun gera hana að aðlaðandi stað til að heimsækja. Mikill metnaður er lagður í listrænar útfærslur húss og lóðar þar sem sérstaðan verður dregin fram með vönduðum frágangi sem myndar andstæður við grófleikann sem fyrir er," segir Kristinn sem áætlar að starfsemin verði komin í gang í apríl á næsta ári. "Hér verða ekki lengur geymdar neinar sprengjur en ég get lofað að samt sem áður verður mikil dýnamík í húsinu," segir Kristinn.
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira