Sigrún er húkkuð á skokkinu 30. ágúst 2004 00:01 "Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra." Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra."
Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira