Sigrún er húkkuð á skokkinu 30. ágúst 2004 00:01 "Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra." Heilsa Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra."
Heilsa Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira