Kynlífið í hámarki eftir fertugt 28. ágúst 2004 00:01 Bandaríski hjónabandsráðgjafinn og gúrúinn David Snarch hefur gefið út bók þar sem hann heldur því fram að unaðssemdir kynlífsins nái fyrst hámarki sínu þegar fólk er komið á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldurinn. Kynlífsgúrúinn segir að tilfinningaþrungið kynlíf sé fyrst og fremst háð persónulegum þroska fólks en ekki líkamlegu atgervi. Í bók sinni bendir Snarch fólki á ýmsar leiðir til að njóta kynlífsins betur og eitt af ráðum hans til fólks er að hætta að elskast með lokuð augun. Hann segir að um 80 prósent fólks njóti ásta með lokuð augu og þar með í algeru myrkri. Hann ráðleggur fólki að opna augun og horfa í augu sálufélaga síns. Snarch segir ástina ekki vera fyrir byrjendur og er þar með í vissri mótsögn við þá skoðun norska rithöfundarins Knuts Hamsuns sem hélt því fram að menn gætu eins gengið út og skotið sig á fimmtíu ára afmælisdeginum, því þá færi getuleysið að gera vart við sig. Snarch segir að í raun sé það fólkið sem er komið yfir fertugt sem sitji með lykilinn að hamingjusömu hjónabandi og innihaldsríku kynlífið - spurningin sé bara að nota lykilinn rétt. Erlent Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bandaríski hjónabandsráðgjafinn og gúrúinn David Snarch hefur gefið út bók þar sem hann heldur því fram að unaðssemdir kynlífsins nái fyrst hámarki sínu þegar fólk er komið á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldurinn. Kynlífsgúrúinn segir að tilfinningaþrungið kynlíf sé fyrst og fremst háð persónulegum þroska fólks en ekki líkamlegu atgervi. Í bók sinni bendir Snarch fólki á ýmsar leiðir til að njóta kynlífsins betur og eitt af ráðum hans til fólks er að hætta að elskast með lokuð augun. Hann segir að um 80 prósent fólks njóti ásta með lokuð augu og þar með í algeru myrkri. Hann ráðleggur fólki að opna augun og horfa í augu sálufélaga síns. Snarch segir ástina ekki vera fyrir byrjendur og er þar með í vissri mótsögn við þá skoðun norska rithöfundarins Knuts Hamsuns sem hélt því fram að menn gætu eins gengið út og skotið sig á fimmtíu ára afmælisdeginum, því þá færi getuleysið að gera vart við sig. Snarch segir að í raun sé það fólkið sem er komið yfir fertugt sem sitji með lykilinn að hamingjusömu hjónabandi og innihaldsríku kynlífið - spurningin sé bara að nota lykilinn rétt.
Erlent Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira