Alvöru sportbíll 27. ágúst 2004 00:01 Porsche er í hugum margra hinn fullkomni sportbíll. Rennileg og klassísk hönnun og mikill stöðugleiki á vegi er aðalsmerki þessa draumabíls bíladellufólksins. Í dag verður frumsýndur í Perlunni nýr Porche 911 sportbíll. Um er að ræða tvo 911, Carrera og Carrera S og er þetta í fyrsta sinn sem Porsche frumsýnir tvo bíla í einu. Porsche 911 Carrera S er með 6 strokka vél sem er aftur í bílnum. Bíllinn er því með lágan og vel miðjusettan þyngdapunkt. Bíllinn er breiðari, lægri og rúmbetri en fyrri gerð þannig að hsnn liggur enn betur á veginum en áður og er þægilegri um leið. 911 Carrera S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél við 6.600 snúninga á mínútu og hámarks tog 400 Nm við 4.600 snúninga. Uppgefinn hámarkshraði er 293 km á klukkustund en fram hefur komið í erlendum bílablöðum að bíllinn hafi í prófunum farið vel yfir 300 km hraða á þýskum hraðbrautum. Bíllinn er stillanlegur á tvo vegu, fyrir venjulegan akstur og keppnisakstur. Hægt er því að breyta þægilegum borgarbíl í kappakstursbíl með því að þrýsta á einn hnapp. Þá stífnar fjöðrunin, bensíngjöfin styttist, skiptingin breytist, útsláttur vélar breytist og bremsurnar breytast í keppnisútgáfu af ABS. Með því að þrýsta aftur á hnappin breytist hann í borgarbíl á ný. Óhætt er að fullyrða að hinn nýi 911 hafi slegið í gegn. Hann hefur fengið hæstu einkunn í öllum bílablöðum þar sem hann hefur verið prófaður. Sýningin í Perlunni stendur í dag og á morgun, sunnudag. Opið verður milli kl. 12 og 18 báða dagana. Bílar Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Porsche er í hugum margra hinn fullkomni sportbíll. Rennileg og klassísk hönnun og mikill stöðugleiki á vegi er aðalsmerki þessa draumabíls bíladellufólksins. Í dag verður frumsýndur í Perlunni nýr Porche 911 sportbíll. Um er að ræða tvo 911, Carrera og Carrera S og er þetta í fyrsta sinn sem Porsche frumsýnir tvo bíla í einu. Porsche 911 Carrera S er með 6 strokka vél sem er aftur í bílnum. Bíllinn er því með lágan og vel miðjusettan þyngdapunkt. Bíllinn er breiðari, lægri og rúmbetri en fyrri gerð þannig að hsnn liggur enn betur á veginum en áður og er þægilegri um leið. 911 Carrera S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél við 6.600 snúninga á mínútu og hámarks tog 400 Nm við 4.600 snúninga. Uppgefinn hámarkshraði er 293 km á klukkustund en fram hefur komið í erlendum bílablöðum að bíllinn hafi í prófunum farið vel yfir 300 km hraða á þýskum hraðbrautum. Bíllinn er stillanlegur á tvo vegu, fyrir venjulegan akstur og keppnisakstur. Hægt er því að breyta þægilegum borgarbíl í kappakstursbíl með því að þrýsta á einn hnapp. Þá stífnar fjöðrunin, bensíngjöfin styttist, skiptingin breytist, útsláttur vélar breytist og bremsurnar breytast í keppnisútgáfu af ABS. Með því að þrýsta aftur á hnappin breytist hann í borgarbíl á ný. Óhætt er að fullyrða að hinn nýi 911 hafi slegið í gegn. Hann hefur fengið hæstu einkunn í öllum bílablöðum þar sem hann hefur verið prófaður. Sýningin í Perlunni stendur í dag og á morgun, sunnudag. Opið verður milli kl. 12 og 18 báða dagana.
Bílar Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira