Arndís Björg átti Trabant 24. ágúst 2004 00:01 Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er eigandi bókabúðarinnar Iðu og verstu kaup sem hún hefur gert eru einnig þau bestu. "Árið 1983 vorum við að kaupa okkur íbúð og þar sem okkur vantaði alltaf peninga skiptum við niður bílum og fengum okkur stöðugt ódýrari bíl uns við enduðum í Trabant Station. Trabantinn var ólíkur öllum öðrum bílum og hafði stærstu sál sem um getur í bíl. Þegar maður sest inn í Trabant eru engin þægindi heldur bara brýnustu nauðsynjar. Undir húddinu er heldur ekkert nema það sem á að vera þar og ég man eftir að hafa hugsað með skelfingu "hvar er vélin?" fyrst þegar ég leit ofan í húddið. Hann eyddi afar litlu og var með varatank svo bensínlaus varð maður aldrei. Rúðuþurrkurnar voru með sjö hraðastillingum og ef hvassara varð en tvö vindstig fuku þær upp. Bíllinn fór allt, sama hvernig viðraði en kom kannski ekki alltaf í heilu lagi á áfangastað og stundum duttu hlutir af honum á ferðinni, spoilerar og svoleiðis smotterí. Startarinn bilaði einu sinni og við störtuðum bílnum lengi vel með skrúfjárni því við höfðum ekki efni á að láta gera við hann. Það mátti alveg sjást á þessum bíl svo hann var stundum nokkuð laskaður. Trabantar eru reyndar úr einhverju sérkennilegu trefjaplasti svo þeir beyglast ekki heldur brotna svo þegar einhver keyrði á mann þá braut hann bílinn. Gírarnir voru ekki merktir svo það varð að keyra bílinn eftir tilfinningu. Ég sé mikið eftir þessum bíl og mæli með því að Trabant verði settur aftur í sölu. Mig minnir því miður að nú sé bannað að flytja þá inn. Það er kannski ekki mjög gott að vera á brothættum bíl í umferðinni... Og veistu af hverju hann heitir Trabant? Það er af því að hann segir nafnið sitt sjálfur. Þegar Trabant nálgast heyrist: Trabbabbbbabbannt!" Fjármál Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er eigandi bókabúðarinnar Iðu og verstu kaup sem hún hefur gert eru einnig þau bestu. "Árið 1983 vorum við að kaupa okkur íbúð og þar sem okkur vantaði alltaf peninga skiptum við niður bílum og fengum okkur stöðugt ódýrari bíl uns við enduðum í Trabant Station. Trabantinn var ólíkur öllum öðrum bílum og hafði stærstu sál sem um getur í bíl. Þegar maður sest inn í Trabant eru engin þægindi heldur bara brýnustu nauðsynjar. Undir húddinu er heldur ekkert nema það sem á að vera þar og ég man eftir að hafa hugsað með skelfingu "hvar er vélin?" fyrst þegar ég leit ofan í húddið. Hann eyddi afar litlu og var með varatank svo bensínlaus varð maður aldrei. Rúðuþurrkurnar voru með sjö hraðastillingum og ef hvassara varð en tvö vindstig fuku þær upp. Bíllinn fór allt, sama hvernig viðraði en kom kannski ekki alltaf í heilu lagi á áfangastað og stundum duttu hlutir af honum á ferðinni, spoilerar og svoleiðis smotterí. Startarinn bilaði einu sinni og við störtuðum bílnum lengi vel með skrúfjárni því við höfðum ekki efni á að láta gera við hann. Það mátti alveg sjást á þessum bíl svo hann var stundum nokkuð laskaður. Trabantar eru reyndar úr einhverju sérkennilegu trefjaplasti svo þeir beyglast ekki heldur brotna svo þegar einhver keyrði á mann þá braut hann bílinn. Gírarnir voru ekki merktir svo það varð að keyra bílinn eftir tilfinningu. Ég sé mikið eftir þessum bíl og mæli með því að Trabant verði settur aftur í sölu. Mig minnir því miður að nú sé bannað að flytja þá inn. Það er kannski ekki mjög gott að vera á brothættum bíl í umferðinni... Og veistu af hverju hann heitir Trabant? Það er af því að hann segir nafnið sitt sjálfur. Þegar Trabant nálgast heyrist: Trabbabbbbabbannt!"
Fjármál Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira