Slökktu á sjónvarpinu 13. október 2005 14:32 Smári Jósepsson skrifar um einn stærsta tímaþjóf allra tíma Ah! Blessað sjónvarpið. Það getur gert mann alveg snar stundum. Sérstaklega þegar maður stendur sig að því að horfa á rammann sjálfan en ekki það sem er í honum. Þá kemur ein þunglyndasta hugsun heims: "Ég á mér ekkert líf". Botninum er náð. Í stað þess að gera skapandi hluti með eigið líf fylgist maður með þáttaröðum sem fjalla um spennandi atburði í lífi annarra. Sefjandi svo ekki sé meira sagt. Eins og með allt þá eru skoðanir fólks misjafnar á þessu. Sumir geta ekki án þess verið - aðrir prísa sig sæla að vera lausir. Það sem helst ber að varast er þegar þessi öflugi miðill er notaður í þeim tilgangi að véla fólk til að hafa vissar skoðanir á hlutunum eða til að trúa einhverju sem er ekki satt. Ónefnd þjóð ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað þetta snertir. Með ítrekuðum áróðri tekst æðstu ráðamönnum þar í landi að sannfæra fólk um að mikil ógn stafi af öðrum þjóðum og þeim beri að verja sig með hernaðaraðgerðum. Við þessu gleypir almenningur án teljandi hugsunnar og ungir strákar með vélbyssur, sem eru stærri en þeir sjálfir, telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru sendir út á vígvöllinn. Það er með ólíkindum að hægt sé að fá manneskju til að telja sig vera að hjálpa fólki með því að beita það ofbeldi í svo miklum mæli. En þetta segir meira en mörg orð um vald þessa miðils. Fólk streymir út í búð og kaupir sér kók án þess að hafa hugmynd um af hverju það keypti sér kók. Ef maður eignast lágmarksmeðvitund um þetta þá er fyrsta skrefinu náð. Ósjálfrátt verður maður minna ginnkeyptur fyrir auglýsingum og upplýsingum og getur vinsað úr flórunni sem flæðir úr sjónvarpinu. Best af öllu er þó að vera alfarið án þess. Stuð milli stríða Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Smári Jósepsson skrifar um einn stærsta tímaþjóf allra tíma Ah! Blessað sjónvarpið. Það getur gert mann alveg snar stundum. Sérstaklega þegar maður stendur sig að því að horfa á rammann sjálfan en ekki það sem er í honum. Þá kemur ein þunglyndasta hugsun heims: "Ég á mér ekkert líf". Botninum er náð. Í stað þess að gera skapandi hluti með eigið líf fylgist maður með þáttaröðum sem fjalla um spennandi atburði í lífi annarra. Sefjandi svo ekki sé meira sagt. Eins og með allt þá eru skoðanir fólks misjafnar á þessu. Sumir geta ekki án þess verið - aðrir prísa sig sæla að vera lausir. Það sem helst ber að varast er þegar þessi öflugi miðill er notaður í þeim tilgangi að véla fólk til að hafa vissar skoðanir á hlutunum eða til að trúa einhverju sem er ekki satt. Ónefnd þjóð ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað þetta snertir. Með ítrekuðum áróðri tekst æðstu ráðamönnum þar í landi að sannfæra fólk um að mikil ógn stafi af öðrum þjóðum og þeim beri að verja sig með hernaðaraðgerðum. Við þessu gleypir almenningur án teljandi hugsunnar og ungir strákar með vélbyssur, sem eru stærri en þeir sjálfir, telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru sendir út á vígvöllinn. Það er með ólíkindum að hægt sé að fá manneskju til að telja sig vera að hjálpa fólki með því að beita það ofbeldi í svo miklum mæli. En þetta segir meira en mörg orð um vald þessa miðils. Fólk streymir út í búð og kaupir sér kók án þess að hafa hugmynd um af hverju það keypti sér kók. Ef maður eignast lágmarksmeðvitund um þetta þá er fyrsta skrefinu náð. Ósjálfrátt verður maður minna ginnkeyptur fyrir auglýsingum og upplýsingum og getur vinsað úr flórunni sem flæðir úr sjónvarpinu. Best af öllu er þó að vera alfarið án þess.
Stuð milli stríða Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira