Menning

Fleiri atvinnutækifæri

Bíómyndin eftir Bjólfskviðu mun væntanlega skapa mörg störf hér á landi, meðan á tökum stendur. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands hefur ákveðið að leggja fram hlutafé til sérstaks félags um þjónustu við kvikmyndaiðnaðinn á Suður- og Austurlandi, allt að 7,5 milljónum að meðtöldum 5 milljóna króna styrk frá Átaki til atvinnusköpunar. Það er eingöngu ætlað til fjármögnunar á þessu tiltekna verkefni. Framleiðandi Bjólfskviðu er Friðrik Þór Friðriksson ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns vinni að myndinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×