Erna og Símon húsbílaeigendur 6. ágúst 2004 00:01 Erna M. Kristjánsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda og eiginmaður hennar Símon Ágúst Sigurðsson eru búin að eiga húsbíla í fjórtán ár og hafa ferðast mikið um á þeim bæði innanlands og erlendis. Bíllinn sem þau eiga í dag er Benz af árgerðinni ´99. "Þetta er þriðji bíllinn, sem áður var ísbíll, sem Símon breytti og smíðaði. Sem formaður Félags húsbílaeigenda fer ég í allar nýju ferðirnar sem eru skipulagðar yfir sumarið. Þetta er afskaplega skemmtilegur félagsskapur og ánægjulegt hvað aldurshópurinn er breiður. Elsti meðlimurinn er 87 ára en sá yngsti 20 mánaða. Þá koma einnig mikið af unglingum með foreldum sínum og ömmum og öfum með í ferðirnar sem er sérstaklega ánægjulegt," segir hún. Að sögn Ernu fer félagið í níu skipulagðar ferðir yfir sumarið. Eru fjórar þegar farnar og fimm eftir. "Um hvítasunnuhelgina fórum við í skemmtilega ferð í Goðaland í Fljótshlíð og þar voru hvorki meira né minna en fimm hundruð manns. Þá er ekki langt síðan félagið fór á Strandirnar í átta daga en í henni höfðum við leiðsögumenn um svæðið. Þátttakan var góð eða alls um sjötíu bílar og vorum við þar í alveg yndislegu veðri. Báðar þessar ferðir tókust vel í alla staði eins og allar þær ferðir sem við höfum farið í sumar," segir hún. Erna segir töluverða aukningu hafa átt sér stað í félaginu undanfarin tvö ár. "Í fyrra komu 138 nýir meðlimir inn í félagið og eru þeir orðnir alls um 1400. Það eru svo margir sem halda að þetta sé eingöngu fyrir eldra fólk en svo er alls ekki og er unga fólkið í auknum mæli farið að ganga í félagið," segir hún. Erna segir þau hjónin ferðast mikið saman á húsbílnum fyrir utan ferðirnar með félaginu. "Ef við förum ekki með félaginu þá kemur það oft fyrir að einhver hluti stjórnarinnar tekur sig saman og fer eitthvert. Nú svo ferðumst við heilmikið með ættingjunum og fara börnin okkar og barnabörnin æði oft með okkur. Við njótum þess heilmikið að ferðast saman á bílnum og finnst frábært að geta ferðast um allt frjáls eins og fuglinn," segir hún. halldora@frettabladid.is Bílar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Erna M. Kristjánsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda og eiginmaður hennar Símon Ágúst Sigurðsson eru búin að eiga húsbíla í fjórtán ár og hafa ferðast mikið um á þeim bæði innanlands og erlendis. Bíllinn sem þau eiga í dag er Benz af árgerðinni ´99. "Þetta er þriðji bíllinn, sem áður var ísbíll, sem Símon breytti og smíðaði. Sem formaður Félags húsbílaeigenda fer ég í allar nýju ferðirnar sem eru skipulagðar yfir sumarið. Þetta er afskaplega skemmtilegur félagsskapur og ánægjulegt hvað aldurshópurinn er breiður. Elsti meðlimurinn er 87 ára en sá yngsti 20 mánaða. Þá koma einnig mikið af unglingum með foreldum sínum og ömmum og öfum með í ferðirnar sem er sérstaklega ánægjulegt," segir hún. Að sögn Ernu fer félagið í níu skipulagðar ferðir yfir sumarið. Eru fjórar þegar farnar og fimm eftir. "Um hvítasunnuhelgina fórum við í skemmtilega ferð í Goðaland í Fljótshlíð og þar voru hvorki meira né minna en fimm hundruð manns. Þá er ekki langt síðan félagið fór á Strandirnar í átta daga en í henni höfðum við leiðsögumenn um svæðið. Þátttakan var góð eða alls um sjötíu bílar og vorum við þar í alveg yndislegu veðri. Báðar þessar ferðir tókust vel í alla staði eins og allar þær ferðir sem við höfum farið í sumar," segir hún. Erna segir töluverða aukningu hafa átt sér stað í félaginu undanfarin tvö ár. "Í fyrra komu 138 nýir meðlimir inn í félagið og eru þeir orðnir alls um 1400. Það eru svo margir sem halda að þetta sé eingöngu fyrir eldra fólk en svo er alls ekki og er unga fólkið í auknum mæli farið að ganga í félagið," segir hún. Erna segir þau hjónin ferðast mikið saman á húsbílnum fyrir utan ferðirnar með félaginu. "Ef við förum ekki með félaginu þá kemur það oft fyrir að einhver hluti stjórnarinnar tekur sig saman og fer eitthvert. Nú svo ferðumst við heilmikið með ættingjunum og fara börnin okkar og barnabörnin æði oft með okkur. Við njótum þess heilmikið að ferðast saman á bílnum og finnst frábært að geta ferðast um allt frjáls eins og fuglinn," segir hún. halldora@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira