Létu lúta eikarparketið 3. ágúst 2004 00:01 Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Sjá meira
Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Sjá meira