Sækir orku í eldhúsið ólífugræna 29. júlí 2004 00:01 Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira