Blóðbað í Baqouba 29. júlí 2004 00:01 Yfir fimmtíu manns fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggissveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásinni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nærliggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í ríkari mæli að írösku öryggissveitunum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræðislegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fundur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgðaþingi landsins. Hersveitir Bandaríkjamanna munu ásamt öryggissveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. "Það er mikilvægara að kringumstæðurnar séu þannig að útkoman verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma," sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Yfir fimmtíu manns fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggissveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásinni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nærliggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í ríkari mæli að írösku öryggissveitunum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræðislegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fundur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgðaþingi landsins. Hersveitir Bandaríkjamanna munu ásamt öryggissveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. "Það er mikilvægara að kringumstæðurnar séu þannig að útkoman verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma," sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira