Sumarhýran dugir til vors 28. júlí 2004 00:01 "Ég næ oftast að safna mér góðum pening á sumrin og yfirleitt á ég afgang á vorin. Þó er ég dugleg að kaupa mér föt, fara í bíó og gera það sem mig langar til. Ég hef bara haft það góð laun á sumrin og síðan fæ ég dreifbýlisstyrk tvisvar á ári," segir Kristín Lilja Friðriksdóttir, 19 ára nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún kemur frá Grundarfirði og hefur þess vegna þurft að vera dugleg að vinna á sumrin til að geta séð fyrir sér á veturna hér í höfuðborginni. Hún segist þó hafa fengið góða fjárhagslega aðstoð frá foreldrum sínum en þau búa í Grundarfirði. "Fyrstu tvo veturna bjó ég hjá ömmu minni. Þá fékk ég oftast í kringum fimm þúsund krónur á viku í vasapening sem ég lét duga og var það ekkert mál. Núna bý ég með kærastanum mínum í íbúð sem hann og foreldrar mínir eiga og þarf ég því ekki að borga neina leigu sem munar auðvitað mikið um. Ég þarf samt sem áður að borga fæði, símareikninga og annað sem týnist til," segir hún. Tvö síðustu sumur vann Kristín Lilja í frystihúsi í Grundarfirði en í sumar vinnur hún á Hlölla bátum upp á Höfða og líkar vel. "Ég vann þar einmitt í vetur með skólanum aðra hverja helgi en það var líka í fyrsta skipti sem ég gerði það. Það gekk bara vel og bitnaði vinnan ekkert á náminu," segir hún. Kristín Lilja segist þekkja nokkra sem hafa þurft að safna sér pening á sumrin til að eiga fyrir skólagöngu á veturna. "Ein vinkona mín hefur verið í skóla á Akranesi og þurft að leigja íbúð þar. Hún þarf að vera mjög dugleg á sumrin að vinna sér inn pening því það er auðvitað dýrt að þurfa að leigja og halda sér uppi að öllu leyti. Þetta gengur upp ef krakkar fara vel með peningana sína og eyða þeim ekki í óþarfa vitleysu," segir Kristín Lilja. halldora@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég næ oftast að safna mér góðum pening á sumrin og yfirleitt á ég afgang á vorin. Þó er ég dugleg að kaupa mér föt, fara í bíó og gera það sem mig langar til. Ég hef bara haft það góð laun á sumrin og síðan fæ ég dreifbýlisstyrk tvisvar á ári," segir Kristín Lilja Friðriksdóttir, 19 ára nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún kemur frá Grundarfirði og hefur þess vegna þurft að vera dugleg að vinna á sumrin til að geta séð fyrir sér á veturna hér í höfuðborginni. Hún segist þó hafa fengið góða fjárhagslega aðstoð frá foreldrum sínum en þau búa í Grundarfirði. "Fyrstu tvo veturna bjó ég hjá ömmu minni. Þá fékk ég oftast í kringum fimm þúsund krónur á viku í vasapening sem ég lét duga og var það ekkert mál. Núna bý ég með kærastanum mínum í íbúð sem hann og foreldrar mínir eiga og þarf ég því ekki að borga neina leigu sem munar auðvitað mikið um. Ég þarf samt sem áður að borga fæði, símareikninga og annað sem týnist til," segir hún. Tvö síðustu sumur vann Kristín Lilja í frystihúsi í Grundarfirði en í sumar vinnur hún á Hlölla bátum upp á Höfða og líkar vel. "Ég vann þar einmitt í vetur með skólanum aðra hverja helgi en það var líka í fyrsta skipti sem ég gerði það. Það gekk bara vel og bitnaði vinnan ekkert á náminu," segir hún. Kristín Lilja segist þekkja nokkra sem hafa þurft að safna sér pening á sumrin til að eiga fyrir skólagöngu á veturna. "Ein vinkona mín hefur verið í skóla á Akranesi og þurft að leigja íbúð þar. Hún þarf að vera mjög dugleg á sumrin að vinna sér inn pening því það er auðvitað dýrt að þurfa að leigja og halda sér uppi að öllu leyti. Þetta gengur upp ef krakkar fara vel með peningana sína og eyða þeim ekki í óþarfa vitleysu," segir Kristín Lilja. halldora@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira