Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent