Kemur alltaf á óvart 21. júlí 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira