Notalegar náttbuxur úr H&M 21. júlí 2004 00:01 "Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dansgallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið," segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. "Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease," segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. "Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka," segir Sigrún. "Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru alveg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka," segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. "Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona," segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. "Ég átti bol sem mér fannst mjög þægilegur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt," segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarðinum í Smáralind um þessar mundir. "Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð," segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dansgallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið," segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. "Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease," segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. "Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka," segir Sigrún. "Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru alveg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka," segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. "Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona," segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. "Ég átti bol sem mér fannst mjög þægilegur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt," segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarðinum í Smáralind um þessar mundir. "Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð," segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira