Sparnaður að kynna sér bensínverð 20. júlí 2004 00:01 Bensínkostnaður er umtalsverður útgjaldaliður á ferðalögum innanlands og full ástæða til að huga að bensínverði áður en lagt er af stað. Fréttablaðið gerði óvísindalega könnun á verði bensínlítrans og komst að því að bensínverð getur verið á bilinu frá 99,9 krónum upp í 111,50 krónur lítrinn. Þá er miðað við 95 oktan bensín. Ódýrasta bensínið var í sjálfsafgreiðslu á OB-bensínstöðinni í Bæjarlind 18 í Kópavogi, en OB-stöðvarnar bjóða misjafnt verð, allt upp í 104,5 krónur lítrann. Hjá Skeljungi er dýrasta bensínið á 111,50 krónur lítrinn, en þar er miðað við fulla þjónustu. Ódýrasta bensínið hjá Skeljungi er 102 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu. Áður en lagt er af stað í ferðalagið er sniðugt að fara inn vefsíður olíufélaganna og kanna verðið, sem getur breyst frá degi til dags. Einnig er vert að geta þess að bensín er almennt dýrara úti á landi og fínt að setja á sig hvar er hagstæðast að fylla aftur á bílinn. Ef gert er ráð fyrir að meðaleyðsla á fólksbíl sé 12 lítrar á hverja 100 ekna kílómetra kostar 4. 663 krónur að aka frá Reykjavík til Akureyrar á ódýrasta bensíninu, eða 9.327 krónur fram og til baka. Á dýrasta bensíninu kostar ferðin fram og til baka 10.410 krónur og er munurinn 1.083 krónur. Til samanburðar má nefna að rútuferð frá Reykjavík til Akureyrar kostar 5.900 krónur önnur leiðin og 9.700 fram og til baka, þannig að ef margir eru um bensínkostnaðinn er mun hagstæðara að vera á eigin bíl. Fjármál Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bensínkostnaður er umtalsverður útgjaldaliður á ferðalögum innanlands og full ástæða til að huga að bensínverði áður en lagt er af stað. Fréttablaðið gerði óvísindalega könnun á verði bensínlítrans og komst að því að bensínverð getur verið á bilinu frá 99,9 krónum upp í 111,50 krónur lítrinn. Þá er miðað við 95 oktan bensín. Ódýrasta bensínið var í sjálfsafgreiðslu á OB-bensínstöðinni í Bæjarlind 18 í Kópavogi, en OB-stöðvarnar bjóða misjafnt verð, allt upp í 104,5 krónur lítrann. Hjá Skeljungi er dýrasta bensínið á 111,50 krónur lítrinn, en þar er miðað við fulla þjónustu. Ódýrasta bensínið hjá Skeljungi er 102 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu. Áður en lagt er af stað í ferðalagið er sniðugt að fara inn vefsíður olíufélaganna og kanna verðið, sem getur breyst frá degi til dags. Einnig er vert að geta þess að bensín er almennt dýrara úti á landi og fínt að setja á sig hvar er hagstæðast að fylla aftur á bílinn. Ef gert er ráð fyrir að meðaleyðsla á fólksbíl sé 12 lítrar á hverja 100 ekna kílómetra kostar 4. 663 krónur að aka frá Reykjavík til Akureyrar á ódýrasta bensíninu, eða 9.327 krónur fram og til baka. Á dýrasta bensíninu kostar ferðin fram og til baka 10.410 krónur og er munurinn 1.083 krónur. Til samanburðar má nefna að rútuferð frá Reykjavík til Akureyrar kostar 5.900 krónur önnur leiðin og 9.700 fram og til baka, þannig að ef margir eru um bensínkostnaðinn er mun hagstæðara að vera á eigin bíl.
Fjármál Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira