Heldur að ríkisstjórnin falli ekki 15. júlí 2004 00:01 Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, gáfu lítið út á óeiningu innan flokka sinna vegna nýs fjölmiðlafrumvarps eftir rúman klukkustundarfund í Stjórnarráðinu í gær. Þeir greindu ekki frá niðurstöðu fundarins en sögðust telja að ríkisstjórnarsamstarfið væri ekki í hættu. Halldór Ásgímsson sagði að fundinum loknum að hann haldi að ríkisstjórnin muni ekki falla. "Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Það eru önnur mál sem eru miklu mikilvægari." Hann sagði stjórnarsamstarfið þola ýmislegt og stjórnarflokkana samstíga um að finna lausn. Halldór fundaði með flestum þingmönnum flokksins, aðstoðarmönnum og ráðherrum í utanríkisráðuneytinu fyrir fundinn við Davíð. Hann gaf ekki upp hverjar kröfur og fyrirmæli fundarins fyrir fundinn við Davíð hafi verið. "Lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins er ekki þrýstingur. Það er eðlilegt að menn tali um málið og ég tek tillit til þess en ég vil ekki kalla það hvorki þrýsting eða byltingu þó að menn ræði málin opinskátt." Halldór segir beðið eftir málsmeðferðar allsherjarnefndar áður en næstu skref liggi fyrir. Undir það tekur Davíð Oddsson og segir jafnframt að allsherjarnefnd verði ekki lagðar línurnar. Áður en Davíð hitti Halldór sat hann fund sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd án Arnbjargar Sveinsdóttur auk Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sem frestaði fundi allsherjarnefndar rétt fyrir hádegi sagði eftir fundinn með Davíð að ekki hefði verið skoðað í neinni alvöru að draga frumvarpið til baka. Um hugsanlegar breytingar sagði hann: "Það er ekki tímabært að segja hvort eða hvaða breytingar við erum að ræða strax í kjölfarið á því að við erum að ljúka við að taka á móti umsagnaraðilum og öðrum gestum. Við vorum að klára þann fund í morgun. Fyrir mitt leyti er það fullkomlega eðlilegt að við leggjumst núna yfir málið og förum mjög vandlega yfir það, enda blasir það við öllum að þetta er mjög umdeilt mál og hvílir mikil ábyrgð og skylda að vanda mjög til verka núna í framhaldinu." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, gáfu lítið út á óeiningu innan flokka sinna vegna nýs fjölmiðlafrumvarps eftir rúman klukkustundarfund í Stjórnarráðinu í gær. Þeir greindu ekki frá niðurstöðu fundarins en sögðust telja að ríkisstjórnarsamstarfið væri ekki í hættu. Halldór Ásgímsson sagði að fundinum loknum að hann haldi að ríkisstjórnin muni ekki falla. "Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Það eru önnur mál sem eru miklu mikilvægari." Hann sagði stjórnarsamstarfið þola ýmislegt og stjórnarflokkana samstíga um að finna lausn. Halldór fundaði með flestum þingmönnum flokksins, aðstoðarmönnum og ráðherrum í utanríkisráðuneytinu fyrir fundinn við Davíð. Hann gaf ekki upp hverjar kröfur og fyrirmæli fundarins fyrir fundinn við Davíð hafi verið. "Lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins er ekki þrýstingur. Það er eðlilegt að menn tali um málið og ég tek tillit til þess en ég vil ekki kalla það hvorki þrýsting eða byltingu þó að menn ræði málin opinskátt." Halldór segir beðið eftir málsmeðferðar allsherjarnefndar áður en næstu skref liggi fyrir. Undir það tekur Davíð Oddsson og segir jafnframt að allsherjarnefnd verði ekki lagðar línurnar. Áður en Davíð hitti Halldór sat hann fund sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd án Arnbjargar Sveinsdóttur auk Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sem frestaði fundi allsherjarnefndar rétt fyrir hádegi sagði eftir fundinn með Davíð að ekki hefði verið skoðað í neinni alvöru að draga frumvarpið til baka. Um hugsanlegar breytingar sagði hann: "Það er ekki tímabært að segja hvort eða hvaða breytingar við erum að ræða strax í kjölfarið á því að við erum að ljúka við að taka á móti umsagnaraðilum og öðrum gestum. Við vorum að klára þann fund í morgun. Fyrir mitt leyti er það fullkomlega eðlilegt að við leggjumst núna yfir málið og förum mjög vandlega yfir það, enda blasir það við öllum að þetta er mjög umdeilt mál og hvílir mikil ábyrgð og skylda að vanda mjög til verka núna í framhaldinu."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira