Bókaskápurinn fékk sérherbergi 14. júlí 2004 00:01 Margrét Pétursdóttir, leikari og leikstjóri, var búin að vera á hrakhólum með vinnuaðstöðu árum saman er hún tók að lokum áræðna ákvörðun. Hún er alsæl með árangurinn. "Ég er með sjálfstæðan atvinnurekstur, rek fyrirtæki og leikhús og er á leiðinni í nám í haust þannig að mér fylgir ógrynni af pappírum. Undanfarin ár hef ég unnið við borðstofuborðið sem var hætt að sjást í fyrir pappír. Þannig að ég tók þá ákvörðun að breyta borðstofunni bara í skrifstofu, leyfa pappírunum að halda sér en láta hitt dótið víkja." Margrét býr með mömmu sinni, Soffíu Jakobsdóttur leikkonu, sem er líka með mörg járn í eldinum. "Okkur vantaði báðar vinnuaðstöðu svo þetta herbergi bráðvantaði í húsið. Við áttum til að mynda risastóran bókaskáp sem er búinn að þvælast um allt hús og enginn vissi hvar átti að vera. Nú trónir hann inni á skrifstofu svo það er hægt að segja að við höfum búið til sérherbergi handa bókaskápnum. Svo eignaðist ég loksins skrifborð sem er er risastórt og það fær líka pláss. Skrifstofan er núna uppáhaldsstaðurinn minn í húsinu. Ef maður ætlar að gera eitthvað almennilegt er frumskilyrði að hafa almennilega vinnuaðstöðu. Nú er ég t.d. að klára handrit að barnaleikriti sem er fyrir bæði heyrandi börn og heyrnarlaus og skotgengur að vinna á nýju skrifstofunni." Hús og heimili Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Margrét Pétursdóttir, leikari og leikstjóri, var búin að vera á hrakhólum með vinnuaðstöðu árum saman er hún tók að lokum áræðna ákvörðun. Hún er alsæl með árangurinn. "Ég er með sjálfstæðan atvinnurekstur, rek fyrirtæki og leikhús og er á leiðinni í nám í haust þannig að mér fylgir ógrynni af pappírum. Undanfarin ár hef ég unnið við borðstofuborðið sem var hætt að sjást í fyrir pappír. Þannig að ég tók þá ákvörðun að breyta borðstofunni bara í skrifstofu, leyfa pappírunum að halda sér en láta hitt dótið víkja." Margrét býr með mömmu sinni, Soffíu Jakobsdóttur leikkonu, sem er líka með mörg járn í eldinum. "Okkur vantaði báðar vinnuaðstöðu svo þetta herbergi bráðvantaði í húsið. Við áttum til að mynda risastóran bókaskáp sem er búinn að þvælast um allt hús og enginn vissi hvar átti að vera. Nú trónir hann inni á skrifstofu svo það er hægt að segja að við höfum búið til sérherbergi handa bókaskápnum. Svo eignaðist ég loksins skrifborð sem er er risastórt og það fær líka pláss. Skrifstofan er núna uppáhaldsstaðurinn minn í húsinu. Ef maður ætlar að gera eitthvað almennilegt er frumskilyrði að hafa almennilega vinnuaðstöðu. Nú er ég t.d. að klára handrit að barnaleikriti sem er fyrir bæði heyrandi börn og heyrnarlaus og skotgengur að vinna á nýju skrifstofunni."
Hús og heimili Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira