Stjórnskipuleg valdníðsla 14. júlí 2004 00:01 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira