Tæpar 30 milljónir á átta árum 8. júlí 2004 00:01 Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira