Sparnaður og fjárfestingar 29. júní 2004 00:01 Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í atvinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í meginatriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fasteignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fasteign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðingar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að það sé bæði flókið og áhættusamt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggðum verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxtunarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er annars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxtunin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparnaði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Fjármál Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í atvinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í meginatriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fasteignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fasteign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðingar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að það sé bæði flókið og áhættusamt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggðum verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxtunarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er annars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxtunin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparnaði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell
Fjármál Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira