Sálarflækjur Metallica 28. júní 2004 00:01 Áður en ég sá heimildarmyndina Metallica: Some Kind of Monster þótti mér ekkert vænt um þessa hljómsveit. Tók mitt "met-það-líka" tímabil í grunnskóla en missti svo fljótt áhugann eftir Svörtu plötuna góðu. Tilgerðin var of mikil fyrir minn smekk auk þess sem mér geðjaðist ekki lyktin af pungsvita þeirra.Hörð barátta Lars Ulrich á móti Napster fannst mér mjög klaufaleg og álíka jafn meiðandi fyrir sveitina og hinar hundleiðinlegu skífur Load og Re-Load. Ég átti því alls ekki von á því að ég myndi hafa neitt sérstaklega gaman af heimildarmyndinni Metallica: Some Kind of Monster. En staðreyndin er nú bara sú að ég man ekki eftir að hafa séð betri heimildarmynd um hljómsveit á ævinni.Það væri ekki slæm hugmynd að sýna þessa mynd í sálfræði í Háskólanum, því mig grunar að þarna sé kveðin vísa sem er alþekkt í gegnum mannkynssöguna. Þegar myndin byrjar er bassaleikarinn Jason Newsted nýhættur og sveitin við það að leysast upp. Egó James Hetfield og Lars Ulrich eru orðin það stór að þeir geta ómögulega unnið saman. Þrátt fyrir að vinasamband þeirra sé orðið rúmlega tveggja áratuga gamalt geta þeir ómögulega talað saman nema með aðstoð sálfræðingsins Phil, sem lifir góðu lífi við það að hanga í kringum þá, fylgjast með og leysa strax úr flækjum.Að horfa á þessa mynd er í rauninni eins og að horfa á raunveruleikasjónvarpsþátt um gerð plötunnar St. Anger. Það sem kemur manni mest á óvart er að sjá hversu tilfinninganæmir þessi metal-tröll eru. Hversu mikinn skít fyrra líferni hefur hlaðið á herðar þeirra og hversu plagaðir og breyskir þeir eru. Þessi mynd er á engan hátt glansmynd af stærstu rokksveit heims. Þetta er mynd um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Búist við öskrum, tárum, hurðaskellum og heljarinnar skemmtun. Metallica: Some Kind of Monster - HáskólabíóBirgir Örn Steinarsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Áður en ég sá heimildarmyndina Metallica: Some Kind of Monster þótti mér ekkert vænt um þessa hljómsveit. Tók mitt "met-það-líka" tímabil í grunnskóla en missti svo fljótt áhugann eftir Svörtu plötuna góðu. Tilgerðin var of mikil fyrir minn smekk auk þess sem mér geðjaðist ekki lyktin af pungsvita þeirra.Hörð barátta Lars Ulrich á móti Napster fannst mér mjög klaufaleg og álíka jafn meiðandi fyrir sveitina og hinar hundleiðinlegu skífur Load og Re-Load. Ég átti því alls ekki von á því að ég myndi hafa neitt sérstaklega gaman af heimildarmyndinni Metallica: Some Kind of Monster. En staðreyndin er nú bara sú að ég man ekki eftir að hafa séð betri heimildarmynd um hljómsveit á ævinni.Það væri ekki slæm hugmynd að sýna þessa mynd í sálfræði í Háskólanum, því mig grunar að þarna sé kveðin vísa sem er alþekkt í gegnum mannkynssöguna. Þegar myndin byrjar er bassaleikarinn Jason Newsted nýhættur og sveitin við það að leysast upp. Egó James Hetfield og Lars Ulrich eru orðin það stór að þeir geta ómögulega unnið saman. Þrátt fyrir að vinasamband þeirra sé orðið rúmlega tveggja áratuga gamalt geta þeir ómögulega talað saman nema með aðstoð sálfræðingsins Phil, sem lifir góðu lífi við það að hanga í kringum þá, fylgjast með og leysa strax úr flækjum.Að horfa á þessa mynd er í rauninni eins og að horfa á raunveruleikasjónvarpsþátt um gerð plötunnar St. Anger. Það sem kemur manni mest á óvart er að sjá hversu tilfinninganæmir þessi metal-tröll eru. Hversu mikinn skít fyrra líferni hefur hlaðið á herðar þeirra og hversu plagaðir og breyskir þeir eru. Þessi mynd er á engan hátt glansmynd af stærstu rokksveit heims. Þetta er mynd um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Búist við öskrum, tárum, hurðaskellum og heljarinnar skemmtun. Metallica: Some Kind of Monster - HáskólabíóBirgir Örn Steinarsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira