Töffari á villigötum 28. júní 2004 00:01 Þeir félagar David Twohy, leikstjóri, og Vin Diesel hafa greinilega látið ofmetnaðinn hlaupa með sig í gönur eftir velgegni geimhrollsins Pitch Black. Sú einfalda og ódýra mynd var ágætisskemmtun og Diesel fékk að láta ljós sitt skýna sem ofurtöffari. Það var því að sjálfsögðu hlaupið til og gert framhald en þrátt fyrir mikinn íburð og helling af milljónum dollara er The Chronicles of Riddick hvorfki fugl né fiskur. Handritið er ein sú þvældasta og flóknasta loðmulla sem komið hefur frá Hollywood í háa herrans tíð og þá er nú mikið sagt. Hringlandinn með söguþráðinn kemur í veg fyrir að nokkur spenna myndist og bardagaatriðin eru of fá og þá loksins að eithvað gerist vantar allan slagkraft í átökin. Morðingin og útlaginn Riddick kemst hér að því að hann er sá eini sem getur bjargað alheiminum frá leiðinda kynstofni sem fer um með ofbeldi og beygir alla undir morkin trúarbrögð sín. Hetjum veitir yfirleitt ekkert af heilli bíómynd til þess að redda svona málum en Riddick er samt sendur á eitthvert leiðinda flakk áður en hann snýr sér að aðal vonduköllunum og loksins þegar það kemur að uppgjörinu dæmigerða er manni orðið slétt sama um allt, maður vill bara komast út úr salnum og drífa sig út á leigu og ná í Ptich Black til að sannfæra sig um að persóna Riddicks hafi einu sinni verið töff. Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd. The Cronicles of Riddick Leikstjóri: David Twohy Aðalhlutverk: Vin Diesel, Colm Feore, Thandie Newton Þórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Þeir félagar David Twohy, leikstjóri, og Vin Diesel hafa greinilega látið ofmetnaðinn hlaupa með sig í gönur eftir velgegni geimhrollsins Pitch Black. Sú einfalda og ódýra mynd var ágætisskemmtun og Diesel fékk að láta ljós sitt skýna sem ofurtöffari. Það var því að sjálfsögðu hlaupið til og gert framhald en þrátt fyrir mikinn íburð og helling af milljónum dollara er The Chronicles of Riddick hvorfki fugl né fiskur. Handritið er ein sú þvældasta og flóknasta loðmulla sem komið hefur frá Hollywood í háa herrans tíð og þá er nú mikið sagt. Hringlandinn með söguþráðinn kemur í veg fyrir að nokkur spenna myndist og bardagaatriðin eru of fá og þá loksins að eithvað gerist vantar allan slagkraft í átökin. Morðingin og útlaginn Riddick kemst hér að því að hann er sá eini sem getur bjargað alheiminum frá leiðinda kynstofni sem fer um með ofbeldi og beygir alla undir morkin trúarbrögð sín. Hetjum veitir yfirleitt ekkert af heilli bíómynd til þess að redda svona málum en Riddick er samt sendur á eitthvert leiðinda flakk áður en hann snýr sér að aðal vonduköllunum og loksins þegar það kemur að uppgjörinu dæmigerða er manni orðið slétt sama um allt, maður vill bara komast út úr salnum og drífa sig út á leigu og ná í Ptich Black til að sannfæra sig um að persóna Riddicks hafi einu sinni verið töff. Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd. The Cronicles of Riddick Leikstjóri: David Twohy Aðalhlutverk: Vin Diesel, Colm Feore, Thandie Newton Þórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira