Íþróttamót lögð í einelti 28. júní 2004 00:01 Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar