Fyrirtækin losa um budduna 25. júní 2004 00:01 Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér. Fréttir Tækni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér.
Fréttir Tækni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels