Skór dauðans og antík Adidas-peysa 24. júní 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. lilja@frettabladid.is Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. lilja@frettabladid.is
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira