Uppáhaldsborgin er Kaupmannahöfn 16. júní 2004 00:01 "Þó það hljómi ekki frumlega, verð ég að segja Kaupmannahöfn," segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar, aðspurð um uppáhaldsborg. "Mér líður alltaf vel þar. Ég fór fyrst þangað þegar ég var 12 ára með afa og ömmu. Afi var þá skipstjóri hjá Eimskipafélaginu og ég naut þeirra forréttinda að fá að fara með honum í siglingu. Það var ógleymanleg stund að leggja þar upp á höfninni árla morguns." Síðan Guðrún lagði að landi tólf ára gömul í Köben eru liðin mörg ár, en borgin á sér sífellt sterkari rætur í henni. "Fyrst sér maður bara Strikið og tívolíið en svo hefur ýmislegt bæst við enda á ég marga ættingja sem búa í Kaupmannahöfn og raunar víðar í Danmörku. Þeir hafa sýnt mér annað og meira en bara það sem túrisminn hefur upp á að bjóða, eins og söguslóðir, byggingalist, bestu veitingastaðina og fleira." Guðrúnu finnst samt alltaf jafn gaman að fara í tívolíið í Köben. "Ég fór þangað tvisvar á síðasta ári, fyrst að vetrarlagi í jólaferð og svo síðastliðið vor í dásamlega afmælisferð með æskuvinkonum mínum, sem hafa verið búsettar um allan heim. Við hittumst sumsé á miðri leið í Kaupmannahöfn og nutum lífsins lystisemda. Ég er ekki frá því að ég sé komin með fráhvarfseinkenni og verði að fara drífa mig eina ferðina enn til Köben, vonandi áður en langt um líður." Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þó það hljómi ekki frumlega, verð ég að segja Kaupmannahöfn," segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar, aðspurð um uppáhaldsborg. "Mér líður alltaf vel þar. Ég fór fyrst þangað þegar ég var 12 ára með afa og ömmu. Afi var þá skipstjóri hjá Eimskipafélaginu og ég naut þeirra forréttinda að fá að fara með honum í siglingu. Það var ógleymanleg stund að leggja þar upp á höfninni árla morguns." Síðan Guðrún lagði að landi tólf ára gömul í Köben eru liðin mörg ár, en borgin á sér sífellt sterkari rætur í henni. "Fyrst sér maður bara Strikið og tívolíið en svo hefur ýmislegt bæst við enda á ég marga ættingja sem búa í Kaupmannahöfn og raunar víðar í Danmörku. Þeir hafa sýnt mér annað og meira en bara það sem túrisminn hefur upp á að bjóða, eins og söguslóðir, byggingalist, bestu veitingastaðina og fleira." Guðrúnu finnst samt alltaf jafn gaman að fara í tívolíið í Köben. "Ég fór þangað tvisvar á síðasta ári, fyrst að vetrarlagi í jólaferð og svo síðastliðið vor í dásamlega afmælisferð með æskuvinkonum mínum, sem hafa verið búsettar um allan heim. Við hittumst sumsé á miðri leið í Kaupmannahöfn og nutum lífsins lystisemda. Ég er ekki frá því að ég sé komin með fráhvarfseinkenni og verði að fara drífa mig eina ferðina enn til Köben, vonandi áður en langt um líður."
Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira