Það er einfalt að spara 15. júní 2004 00:01 Góður kunningi minn sagðist ekki með nokkru móti geta sparað því hann ætti aldrei neinn afgang. Ég tók undir með honum því ein ástæða þess að sparnaður misheppnast er að við ætlum að spara afganginn en það verður aldrei neinn afgangur. Þess vegna á sparnaður að vera fyrsti útgjaldaliðurinn. Takið 10% af útborguðum launum um hver mánaðarmót og leggið fyrir. Þetta geta allir því það finnur engin fyrir því þó hann eyði 90% af laununum sínum í stað 100%. Prófið þetta strax um næstu mánaðarmót og ég get næstum étið hatt minn upp á að þið finnið lítið fyrir sparnaðinum. Það er engin afsökun að vera með lág laun og hægt er að hugga sig við að sá sem er með hærri laun þarf að spara hærri upphæð. Látið skuldir og önnur útgjöld ekki trufla ykkur því þessi 10% skipta ekki sköpum fyrir þá útgjaldaliði eins og þeir þekkja sem hafa lesið pistlana. Það er hægt að spara meira án þess að finna nokkuð fyrir því. Takið 50% af öllum óvæntum tekjum og leggið fyrir. Þið getið svo eytt helmingnum í hvað sem er. Þetta er mjög auðvelt því í raun var þessi peningur ekki til hafi maður ekki átt von á honum. Ég get lofað ykkur því að það er fátt skemmtilegra en að spara peninga nema ef vera skyldi að eyða þeim. Um það ætla ég að fjalla í næsta pistli. Gleðilegt sumar, Ingólfur Hrafnkell Fjármál Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Góður kunningi minn sagðist ekki með nokkru móti geta sparað því hann ætti aldrei neinn afgang. Ég tók undir með honum því ein ástæða þess að sparnaður misheppnast er að við ætlum að spara afganginn en það verður aldrei neinn afgangur. Þess vegna á sparnaður að vera fyrsti útgjaldaliðurinn. Takið 10% af útborguðum launum um hver mánaðarmót og leggið fyrir. Þetta geta allir því það finnur engin fyrir því þó hann eyði 90% af laununum sínum í stað 100%. Prófið þetta strax um næstu mánaðarmót og ég get næstum étið hatt minn upp á að þið finnið lítið fyrir sparnaðinum. Það er engin afsökun að vera með lág laun og hægt er að hugga sig við að sá sem er með hærri laun þarf að spara hærri upphæð. Látið skuldir og önnur útgjöld ekki trufla ykkur því þessi 10% skipta ekki sköpum fyrir þá útgjaldaliði eins og þeir þekkja sem hafa lesið pistlana. Það er hægt að spara meira án þess að finna nokkuð fyrir því. Takið 50% af öllum óvæntum tekjum og leggið fyrir. Þið getið svo eytt helmingnum í hvað sem er. Þetta er mjög auðvelt því í raun var þessi peningur ekki til hafi maður ekki átt von á honum. Ég get lofað ykkur því að það er fátt skemmtilegra en að spara peninga nema ef vera skyldi að eyða þeim. Um það ætla ég að fjalla í næsta pistli. Gleðilegt sumar, Ingólfur Hrafnkell
Fjármál Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira