Litlir púkar í skóginum 14. júní 2004 00:01 Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum," segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna saman í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. "Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og unglingum, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti." Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. "Við verðum í Hafnarfirði og ætlum að láta krakkana sýna afrakstur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræningjadóttur. Á síðasta námskeiðinu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógarpúkum í allt sumar." Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum," segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna saman í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. "Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og unglingum, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti." Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. "Við verðum í Hafnarfirði og ætlum að láta krakkana sýna afrakstur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræningjadóttur. Á síðasta námskeiðinu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógarpúkum í allt sumar."
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira