Lét hafið vinna fyrir sig 14. júní 2004 00:01 "Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira