Ástin á þingræðinu 13. júní 2004 00:01 Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun