Er hægt að vera of vel tryggður? 11. júní 2004 00:01 Ferðatrygging er bæði í fjölskyldutryggingum tryggingafélaganna og hjá kortafyrirtækjunum og mjög margir sem tryggja sig sjálfkrafa á báðum stöðum. Svo ekki sé minnst á forfallatryggingu flugfélaganna. Er virkilega þörf á öllum þessum tryggingum. Staðreyndin er að ef viðkomandi ferðalangur er með fjölskyldutryggingu með ferðatryggingu og greiðir fyrir ferð sína með kreditkorti þá er hann sjúkratryggður fyrir hærri upphæð. Ef hann er til dæmis með tvær milljónir í ferðatryggingu og tvær milljónir hjá kortafyrirtækinu þá er hann tryggður fyrir fjórar milljónir. Þá er það bara val hvers og eins hvort þörf er á öllum þessum tryggingum eða ekki. Einnig er hægt að kaupa staka ferðatryggingu fyrir hvert ferðalag sem borgar sig fyrir eldra fólk og það fólk sem ferðast ekki mikið. Verð á stakri ferðatryggingu fer eftir áfangastað og lengd ferðar. Ferðatrygging inni í fjölskyldutryggingu gildir í 92 daga frá brottfarardegi en ferðatrygging hjá kortafyrirtækjunum gildir í sextíu daga frá brottfarardegi. Í flestum tilfellum þarf að greiða helming ferðakostnaðar með kreditkorti viðkomandi fyrirtækis til að fá ferðatryggingu. Erlendur sjúkrakostnaður er innifalinn í ferðatryggingu kreditkorta en upphæðin fer eftir tegund korts. Erlendur sjúkrakostnaður er ekki innifalinn í öllum ferðatryggingum tryggingafélaganna. Forfallatrygging er keypt er hjá flugfélögunum þegar far er pantað. Ekki er hægt að panta forfallatryggingu eftir á. Forfallatryggingin tryggir endurgreiðslu á flugfargjaldi, en ekki öðru tengt ferðinni, ef eitthvað kemur uppá. Viðkomandi ferðalangur þarf þá að framvísa eðlilegum vottorðum til að sýna fram á að hann komist ekki í tiltekna ferð. Verð á forfallatryggingu er mismunandi eftir flugfélögum. Ferðalög Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ferðatrygging er bæði í fjölskyldutryggingum tryggingafélaganna og hjá kortafyrirtækjunum og mjög margir sem tryggja sig sjálfkrafa á báðum stöðum. Svo ekki sé minnst á forfallatryggingu flugfélaganna. Er virkilega þörf á öllum þessum tryggingum. Staðreyndin er að ef viðkomandi ferðalangur er með fjölskyldutryggingu með ferðatryggingu og greiðir fyrir ferð sína með kreditkorti þá er hann sjúkratryggður fyrir hærri upphæð. Ef hann er til dæmis með tvær milljónir í ferðatryggingu og tvær milljónir hjá kortafyrirtækinu þá er hann tryggður fyrir fjórar milljónir. Þá er það bara val hvers og eins hvort þörf er á öllum þessum tryggingum eða ekki. Einnig er hægt að kaupa staka ferðatryggingu fyrir hvert ferðalag sem borgar sig fyrir eldra fólk og það fólk sem ferðast ekki mikið. Verð á stakri ferðatryggingu fer eftir áfangastað og lengd ferðar. Ferðatrygging inni í fjölskyldutryggingu gildir í 92 daga frá brottfarardegi en ferðatrygging hjá kortafyrirtækjunum gildir í sextíu daga frá brottfarardegi. Í flestum tilfellum þarf að greiða helming ferðakostnaðar með kreditkorti viðkomandi fyrirtækis til að fá ferðatryggingu. Erlendur sjúkrakostnaður er innifalinn í ferðatryggingu kreditkorta en upphæðin fer eftir tegund korts. Erlendur sjúkrakostnaður er ekki innifalinn í öllum ferðatryggingum tryggingafélaganna. Forfallatrygging er keypt er hjá flugfélögunum þegar far er pantað. Ekki er hægt að panta forfallatryggingu eftir á. Forfallatryggingin tryggir endurgreiðslu á flugfargjaldi, en ekki öðru tengt ferðinni, ef eitthvað kemur uppá. Viðkomandi ferðalangur þarf þá að framvísa eðlilegum vottorðum til að sýna fram á að hann komist ekki í tiltekna ferð. Verð á forfallatryggingu er mismunandi eftir flugfélögum.
Ferðalög Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira