Viðskipti

„Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“
Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn.

Hnífjöfn atkvæðagreiðsla sem gæti endað fyrir dómi
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja íhuga að láta reyna á niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir Félagsdómi. Afar jafnt var á munum í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. SA telja meirihluta hafa samþykkt samninginn en SSF telur að samningurinn hafi verið felldur.

Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu
Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.

Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað
Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum.

Fóru í fyrsta flugið milli Calgary og Keflavíkurflugvallar
Kanadíska flugfélagið WestJet fór í dag í sínar fyrstu ferðir milli Calgary í Albertafylki og Keflavíkurflugvallar. Fyrsta fluginu var sérstaklega fagnað í morgun þar sem forstjóri Isavia og framkvæmdastjóri frá WestJet klipptu á borða áður en flogið var frá Keflavíkurflugvelli.

Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi
Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi.

Bein útsending: Opinn kynningarfundur vegna útboðs Íslandshótela
Opinn kynningarfundur vegna útboðs Íslandshótela á hlutabréfum félagsins fyrir skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefst klukkan 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Guðmundur tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí.

Fyrirtæki hvött til að halda upp á daginn í dag og gera sér dagamun
„Á þessum degi eru fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hvattir til að halda upp á daginn, gera sér dagamun og sýna hvað við stöndum fyrir sem fag,” segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs í tilefni Alþjóðlega Mannauðsdagsins sem haldinn er í dag.


Dagar Workplace eru taldir
Meta, móðurfélag Facebook og fjölda annarra samfélagsmiðla, hefur tilkynnt að Workplace verði lokað. Félagið ætli að einbeita sér að þróun gervigreindar og svokallaðs Metaverse í staðinn.

Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá
Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn.

Base parking gjaldþrota
Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna.

Endurkjörinn formaður og fimm koma ný inn í stjórn
Eyjólfur Árni Rafnsson var í dag endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins með 96,45 prósent greiddra atkvæða, í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda aðalfundar sem fram fór í dag.

VÍS gefið yfir 1.100 fjölskyldum barnabílspegla í sængurgjöf
Tryggingafélagið VÍS hefur nú í um tvö ár gefið yfir 1.100 fjölskyldum barnabílspegla í sængurgjöf. Hugmyndin kemur upphaflega frá viðskiptavinum félagsins.

Þjónusturof hjá alþjóðlegum birgja
Í gær varð hópur viðskiptavina Stöðvar 2 og Vodafone fyrir truflunum í myndlyklum, Stöð 2 appinu, vefsjónvarpi og Leigunni.

Samkaup, Heimkaup og Orkan hefja samrunaviðræður
Viðræður eru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar.

Stefna á opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á næsta ári
Dótturfélag Landsnets segist stefna að því að setja fyrsta uppboðsmarkaðinn með skammtímasamninga um raforku í byrjun næsta árs. Þegar hefur verið gengið frá samstarfssamningi við evrópska raforkukauphöll í tengslum við verkefnið.

Bein útsending frá Nýsköpunarviku
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni 2024 í Kolaportinu miðvikudaginn 15. maí.

Rauf sátt vegna Max-málsins og gæti átt yfir höfði sér refsimál
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur rofið ákvæði í risasátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og gæti því átt yfir höfði sér refsimál.

Sparisjóður hagnaðist um 205 milljónir króna
Rekstur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga gekk vel á síðasta ári. Hagnaður af starfseminni var 204,7 milljónir króna eftir skatta.

Starfsfólk fær 150 milljónir í hlutabréfum
Eigendur og stjórn Íslandshótela hafa tilkynnt að samhliða útboði og skráningu félagsins á markað, verði öllu fastráðnu starfsfólki afhentir hlutir í félaginu að gjöf.

Magnús eignast Latabæ á nýjan leik
Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan.

Ráðin framkvæmdastjóri Rue de Net
Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rue de Net og tekur hún við starfinu af Alfred B. Þórðarsyni sem mun taka við nýju hlutverki sem tæknistjóri Rue de Net og leiða nýsköpun og vöruþróun.

Hraðhleðslur spretta upp sem gorkúlur - tvær opna á Þórshöfn
Brimborg Bílorka opnar tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið.

Nýjung í bílaviðskiptum á netinu – Bland og Frágangur í samstarf
Yfir fimmtán þúsund auglýsingar í öllum flokkum detta inn á markaðstorgið Bland í hverjum mánuði. Þar af eru yfir fimmtán hundruð bílar skráðir til sölu á markaðstorginu hvern einasta mánuð.

Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“
„Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum.

Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun
Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16.

Polestar 4 kominn í Polestar Reykjavík – umhverfisvænasti bíll Polestar
Nú er Polestar 4 kominn í Polestar Reykjavík. Haldin var sérstök forsýning fyrir Polestar eigendur og áhugafólk um leið og færi gafst enda búið að bíða hans með talsverðri eftirvæntingu. Stutt er síðan Polestar sendi frá sér fréttatilkynningu um að Polestar 4 væri umhverfisvænasti bíll þeirra til þessa, með lægra kolefnisspor en Polestar 2, þegar sá bíll kom fyrst á markað.

Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgarnesi
Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjókokkinn fyrir um 30 árum og starfaði sem kokkur á frystitogurum árum saman. Þess á milli vann hann á veitingastöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi.