Viðskipti Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. Viðskipti erlent 25.1.2024 15:01 Lena Dögg nýr verkefnastjóri Vertonet Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í. Viðskipti innlent 25.1.2024 11:24 Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Viðskipti innlent 25.1.2024 09:48 Tvær af hverjum þremur seldust undir ásettu verði Um 64 prósent íbúða sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í nóvember síðastliðnum seldust undir ásettu verði, en einungis 14 prósent þeirra voru seld yfir ásettu verði. Viðskipti innlent 25.1.2024 08:33 Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. Atvinnulíf 25.1.2024 07:00 Ekki nóg að byggja sér virki til að komast hjá netárásum Forstjóri netörygiss hjá Syndis, Anton Egilsson, segir enn marga of veika fyrir netárásum. Rússneskur hakkarahópur skilji reglulega eftir sig fótspor á Íslandi. Hópurinn gerði stóra árás í Svíþjóð um helgina á opinbera aðila. Anton segir slíka árás geta átt sér stað á Íslandi. Viðskipti innlent 24.1.2024 22:57 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 24.1.2024 19:48 Kristín og Kristján Helgi til Kjör- og Krambúðanna Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða. Viðskipti innlent 24.1.2024 10:06 Vika til stefnu fyrir þá sem vilja sleppa við 20 þúsund króna sekt Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Að morgni miðvikudags hafði kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð. Neytendur 24.1.2024 09:50 Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. Neytendur 24.1.2024 08:55 „Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. Viðskipti innlent 24.1.2024 07:41 Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. Atvinnulíf 24.1.2024 07:01 Þarf að greiða alla leiguna í glæsihýsi Magnúsar Ólafs Rúmlega fimmtug kona hefur verið dæmd til að greiða þrotabúi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, rúmlega þrjár milljónir króna í vangoldna leigu á einbýlishúsi og húsgögnum. Viðskipti innlent 23.1.2024 18:59 Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. Viðskipti innlent 23.1.2024 17:58 Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. Viðskipti erlent 23.1.2024 15:17 Toptul tryggir gæði og lágt verð Toptul handverkfærin hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi hér á landi segir Markús Auðunn Viðarsson, markaðsfulltrúi hjá Sindra. Samstarf 23.1.2024 15:03 Gústaf tekur við af Yngva hjá SFF Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa ráðið Gústaf Steingrímsson sem hagfræðing samtakanna en hann hóf störf í byrjun árs. Viðskipti innlent 23.1.2024 14:53 Keyptu sögufrægt hús á 800 milljónir Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. Viðskipti innlent 23.1.2024 14:23 Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. Viðskipti innlent 23.1.2024 13:54 Guðbjörg kaupir þrjú fyrirtæki Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus. Viðskipti innlent 23.1.2024 10:26 Leigja tvær nýjar Airbus-þotur Icelandair og CDB Aviation hafa undirritað samninga um langtímaleigu á tveimur nýjum Airbus A321LR-þotum til afhendingar á seinni hluta árs 2025. Viðskipti innlent 22.1.2024 17:49 Elías í gamla starf dómsmálaráðherra Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu. Atvinnulíf 22.1.2024 17:31 Alvotech leiðir hækkanir í Kauphöllinni Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa hækkað það sem af er morgni og hefur gengi bréfa í Alvotech hækkað mest, eða um tæplega 17 prósent, í um 2,6 milljarða króna viðskiptum. Viðskipti innlent 22.1.2024 11:18 Bláa lónið vel sótt um helgina Bláa lónið var vel sótt um helgina að sögn framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Lónið var opnað að nýju á laugardag eftir að hafa verið lokað í flýti sunnudaginn helgina áður þegar gaus í Grindavík. Viðskipti innlent 22.1.2024 10:22 Gísli í Garðheimum látinn Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, er látinn, 79 ára að aldri. Viðskipti innlent 22.1.2024 08:39 „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Viðskipti innlent 20.1.2024 11:55 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. Atvinnulíf 20.1.2024 10:00 Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Viðskipti innlent 19.1.2024 17:39 Skattur af rúmum milljarði króna heyrir sögunni til Elkem Ísland ehf. þarf ekki að greiða íslenska ríkinu skatt af rúmlega milljarði króna. Landsréttur staðfesti í dag niðurfellingu héraðsdóms á úrskurði ríkisskattstjóra. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. Viðskipti innlent 19.1.2024 16:26 Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. Viðskipti innlent 19.1.2024 16:20 « ‹ 62 63 64 65 66 67 68 69 70 … 334 ›
Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. Viðskipti erlent 25.1.2024 15:01
Lena Dögg nýr verkefnastjóri Vertonet Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í. Viðskipti innlent 25.1.2024 11:24
Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Viðskipti innlent 25.1.2024 09:48
Tvær af hverjum þremur seldust undir ásettu verði Um 64 prósent íbúða sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í nóvember síðastliðnum seldust undir ásettu verði, en einungis 14 prósent þeirra voru seld yfir ásettu verði. Viðskipti innlent 25.1.2024 08:33
Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. Atvinnulíf 25.1.2024 07:00
Ekki nóg að byggja sér virki til að komast hjá netárásum Forstjóri netörygiss hjá Syndis, Anton Egilsson, segir enn marga of veika fyrir netárásum. Rússneskur hakkarahópur skilji reglulega eftir sig fótspor á Íslandi. Hópurinn gerði stóra árás í Svíþjóð um helgina á opinbera aðila. Anton segir slíka árás geta átt sér stað á Íslandi. Viðskipti innlent 24.1.2024 22:57
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 24.1.2024 19:48
Kristín og Kristján Helgi til Kjör- og Krambúðanna Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða. Viðskipti innlent 24.1.2024 10:06
Vika til stefnu fyrir þá sem vilja sleppa við 20 þúsund króna sekt Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Að morgni miðvikudags hafði kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð. Neytendur 24.1.2024 09:50
Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. Neytendur 24.1.2024 08:55
„Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. Viðskipti innlent 24.1.2024 07:41
Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. Atvinnulíf 24.1.2024 07:01
Þarf að greiða alla leiguna í glæsihýsi Magnúsar Ólafs Rúmlega fimmtug kona hefur verið dæmd til að greiða þrotabúi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, rúmlega þrjár milljónir króna í vangoldna leigu á einbýlishúsi og húsgögnum. Viðskipti innlent 23.1.2024 18:59
Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. Viðskipti innlent 23.1.2024 17:58
Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. Viðskipti erlent 23.1.2024 15:17
Toptul tryggir gæði og lágt verð Toptul handverkfærin hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi hér á landi segir Markús Auðunn Viðarsson, markaðsfulltrúi hjá Sindra. Samstarf 23.1.2024 15:03
Gústaf tekur við af Yngva hjá SFF Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa ráðið Gústaf Steingrímsson sem hagfræðing samtakanna en hann hóf störf í byrjun árs. Viðskipti innlent 23.1.2024 14:53
Keyptu sögufrægt hús á 800 milljónir Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. Viðskipti innlent 23.1.2024 14:23
Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. Viðskipti innlent 23.1.2024 13:54
Guðbjörg kaupir þrjú fyrirtæki Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus. Viðskipti innlent 23.1.2024 10:26
Leigja tvær nýjar Airbus-þotur Icelandair og CDB Aviation hafa undirritað samninga um langtímaleigu á tveimur nýjum Airbus A321LR-þotum til afhendingar á seinni hluta árs 2025. Viðskipti innlent 22.1.2024 17:49
Elías í gamla starf dómsmálaráðherra Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu. Atvinnulíf 22.1.2024 17:31
Alvotech leiðir hækkanir í Kauphöllinni Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa hækkað það sem af er morgni og hefur gengi bréfa í Alvotech hækkað mest, eða um tæplega 17 prósent, í um 2,6 milljarða króna viðskiptum. Viðskipti innlent 22.1.2024 11:18
Bláa lónið vel sótt um helgina Bláa lónið var vel sótt um helgina að sögn framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Lónið var opnað að nýju á laugardag eftir að hafa verið lokað í flýti sunnudaginn helgina áður þegar gaus í Grindavík. Viðskipti innlent 22.1.2024 10:22
Gísli í Garðheimum látinn Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, er látinn, 79 ára að aldri. Viðskipti innlent 22.1.2024 08:39
„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Viðskipti innlent 20.1.2024 11:55
Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. Atvinnulíf 20.1.2024 10:00
Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Viðskipti innlent 19.1.2024 17:39
Skattur af rúmum milljarði króna heyrir sögunni til Elkem Ísland ehf. þarf ekki að greiða íslenska ríkinu skatt af rúmlega milljarði króna. Landsréttur staðfesti í dag niðurfellingu héraðsdóms á úrskurði ríkisskattstjóra. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. Viðskipti innlent 19.1.2024 16:26
Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. Viðskipti innlent 19.1.2024 16:20