Viðskipti

Stórfyrirtæki flýi borgina vegna skatta
Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu leggja til að borgarstjórn samþykki að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækki ekki milli áranna 2025 og 2026. Oddviti þeirra segir að mörg stærstu fyrirtæki landsins hafi flúið borgina undanfarin ár vegna hæstu fasteignaskatta á höfuðborgarsvæðinu.

Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar
Neytendastofa hefur sektað Húsgagnahöllina um 200 þúsund krónur vegna auglýsinga um „Tax free“ afslætti. Sektin byggist á því að ekki hafi komið fram í auglýsingunum hversu hátt prósentuhlutfall afslátturinn gefur.

Skúli og félagar aftur sýknaðir af milljarðakröfum
Skúli Mogensen og aðrir stjórnarmenn Wow air hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þátttakenda í skuldafjárútboði Wow air rétt fyrir fall félagsins. Þátttakendurnir kröfust ríflega 2,6 milljarða króna í skaðabætur.

Magnús Þór leggur Samtökum iðnaðarins ráð
Magnús Þór Gylfason hefur verið ráðinn til Samtaka iðnaðarins sem ráðgjafi og hefur þegar hafið störf.

Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup
Regluverk sem hefur gert veitingamönnum í Reykjavík lífið leitt að undanförnu hefur að hluta verið afnumið. Regluverkið olli því meðal annars að Kastrup þurfti að fresta opnun sinni á ný. Þá hyggst ráðherrann einnig aflétta regluverki sem hefur tafið fyrir opnun kaffirisans Starbucks á Íslandi.

Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela
Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu.

Íris nýr sviðsstjóri hjá VSB verkfræðistofu
Íris Þórarinsdóttir hefur tekið við stöðu sviðsstjóra samgangna og skipulags hjá VSB verkfræðistofu.

SVEIT kærir dagsektir Samkeppniseftirlitsins
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) mun kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um álagningu dagsekta. Engar sektir verða lagðar á SVEIT þar til niðurstaða áfrýjunarnefndar liggur fyrir um skyldu SVEIT til afhendingar gagna.

Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar
Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar.

Starbucks frestar opnun fram í lok sumars
Opnun kaffihúsa Starbucks á Íslandi hefur verið frestað fram í ágúst. Framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi segir ástæðu tafanna vera seinagangur við leyfisveitingar. Ný reglugerð borgarinnar um hollustuhætti hafi tafið ferlið enn frekar.

Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni
„Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni.

SVEIT þarf að greiða milljón á dag þar til gögn eru afhent
Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT hefur kært álagninguna.

Embla Medical hlaut útflutningsverðlaun forsetans og Ragnar Kjartans heiðraður
Fyrirtækið Embla Medical hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2025. Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Ragnar Kjartansson heiðraður fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Vegna fjarveru Ragnars tók Börkur Arnarson, eigandi i8 gallerí, við verðlaununum fyrir hans hönd.

Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna
Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa, samkvæmt Donald Trump forseta Bandaríkjanna, gert nýtt samkomulag varðandi viðskipti ríkjanna, vegabréfsáritanir og þá sérstaklega sjaldgæfa málma og segla úr þeim. Viðræður milli ríkjanna hafa átt sér stað í Lundúnum undanfarna daga en deilurnar milli ríkjanna snúa að mestu leyti að tollum og svokölluðum sjaldgæfum málmum.

Aukinn samdráttur á flugi til Íslands með breyttu Play
Fyrirhugaðar breytingar á rekstri flugfélagsins Play mun auka samdrátt á framboði flugsæta til Íslands að sögn greinanda. Gengi hlutabréfa Play rauk upp við opnun markaða í morgun.

Skattur á atvinnuhúsnæði hækkað um helming á áratug
Félag atvinnurekenda hefur sent öllum sveitarfélögum í landinu erindi, þar sem hvatt er til þess að álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði verði endurskoðuð til að mæta hækkunum fasteignamats, þannig að sköttum á atvinnuhúsnæði verði haldið óbreyttum á milli ára.

Tekur við fyrirtækjaráðgjöf Arion banka
Einar Pálmi Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Arion banka.

Hlutabréf Play ruku upp við opnun markaða
Gengi flugfélagsins Play sem til stendur að afskrá úr Kauphöll verði yfirtökutilboði tveggja hluthafa samþykkt hækkaði um rúman fimmtung við opnun Kauphallar í dag.

Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni
Rispur í lakki bíla eftir steinkast á vegum, sandrok, salt og stöðugar veðrabreytingar eru veruleiki bíleigenda á Íslandi og flest þekkjum við vonbrigðin við fyrstu rispuna á glænýjum bíl. Bónsvítan er með lausnina og býður upp á sérsniðna þjónustu fyrir allar gerðir bíla.

Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu
Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

„Erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa“
Forstjóri Play hefur fulla trú á fyrirhuguðum breytingum á rekstri félagsins sem kynntar voru í tilkynningu til kauphallar síðdegis í dag. Félagið verði áfram íslenskt þó verið sé að færa stóran hluta starfseminnar til útlanda.

Áttatíu milljóna gjaldþrot Heimabakarís á Húsavík
Heimabakarí -Eðalbrauð ehf., sem hélt utan um rekstur Heimabakarís á Húsavík, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu og skiptum var því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem hljóða upp á 84,904,533 krónur.

Vilja taka yfir Play
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf., og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf., hafa tilkynnt að þeir hyggist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Play. Þeir stefna á að skila íslenska flugrekstrarleyfinu og að auka áherslu á skrifstofur félagsins á Möltu og í Litháen. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda.

Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn
Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

Boða komu HBO Max til landsins á ný
Streymisveitan HBO Max verður aðgengileg landsmönnum í júlí, að því er segir í tilkynningu frá eiganda veitunnar. Koma HBO Max til landsins hefur þegar verið boðuð tvisvar en hún átti upphaflega að fara í loftið fyrir þremur árum.

Pála ráðin kynningarfulltrúi BHM
Pála Hallgrímsdóttir hefur tekið við stöðu kynningarstjóra BHM. Hún kemur til BHM frá Veðurstofu Íslands þar sem hún hefur starfað sem samskiptafulltrúi.

Bjarki og Axel Valdemar nýir forstöðumenn hjá atNorth
Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hefur ráðið Bjarka Björnsson sem forstöðumann fjármögnunar og fjárstýringar og Axel Valdemar Gunnlaugson í starf forstöðumanns upplýsingatækni.

Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi
Samstarfsaðilar Sýnar um enska boltann mættu í sportverið og udirrituðu tímamótasamninga. Það eru Hagkaup, Icelandair, Kemi og Ölgerðin sem færa áhorfendum boltann.

Umsóknir í HA aldrei verið fleiri
Umsóknir í Háskólann á Akureyri hafa aldrei í sögu skólans verið fleiri, en alls bárust um 2.340 umsóknir að þessu sinni. Um er að ræða 15 prósenta aukningu frá síðasta ári og rúmlega átta prósenta aukning frá árinu 2018, sem var fyrra metár umsókna við háskólann.

Keyptu Brauðhúsið til að fara ekki á hausinn
Eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna það á nýjum stað í húsnæði við Barónsstíg 6. Hann kvartar undan óskilvirku kerfi í kringum starfsleyfisveitingar og segist hafa orðið fyrir stórtjóni í hinni löngu bið eftir starfsleyfi. Eigendur neyddust til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn.