Viðskipti

Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus

„Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt.

Atvinnulíf

Fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja

Núgildandi fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja og landsvæða og um 3,2 milljarða manna. Þá bíða þrír samningar EFTA gildistöku, einn bíður undirritunar og þá á EFTA í viðræðum við fleiri ríki um viðskiptasamninga. Ef yfirstandandi samningaviðræður skila árangri mun Ísland eiga í fríverslunarsambandi við ríki þar sem í búa um tveir þriðju hlutar mannkyns.

Viðskipti innlent

Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára

Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára.

Viðskipti innlent

Málverkið af loðnuleitinni teiknast upp á Íslandsmið

Skipaflotinn sem hóf loðnuleitina á mánudag er kominn vel áleiðis með að skanna miðin undan Vestfjörðum og norðurströnd landsins. „Skipin eru öll búin að sjá eitthvað af loðnu. En það er svo sem lítið meira um það að segja,“ segir leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson.

Viðskipti innlent

Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn

Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku.

Atvinnulíf

Rannsaka „óábyrga“ auglýsingaherferð Ryanair

Auglýsingamálastofnun Bretlands hafa borist kvartanir vegna auglýsinga flugfélagsins Ryanair, þar sem fólk er hvatt til ferðalaga í ljósi bólusetninga þar í landi. Flestir þeir sem kvarta telja auglýsingarnar villandi og „óábyrgar“ og að þær geri lítið úr áhrifum faraldursins. Stofnunin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn.

Viðskipti erlent

Baldvin mun leiða Evrópuútgerð Samherja

Baldvin Þorsteinsson mun taka við stjórnartaumunum hjá Deutsche Fischfang Union, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi og verða í forsvari fyrir útgerðarstarfsemi samstæðunnar í Evrópu. Hann tekur við af Haraldi Grétarssyni sem lætur af störfum í apríl.

Viðskipti innlent

Megrunarátakið í vinnunni

Það þykir reyndar ekki vinsælt í dag að tala um ,,megrun“ og eflaust réttara að tala um lífstílsbreytingu. En í upphafi árs eru það þó margir sem hafa sett sér markmið um að léttast á nýju ári og þá er um að gera að huga að vinnudögunum og hvernig best er að huga að átakinu þar.

Atvinnulíf

Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik

Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót.

Viðskipti innlent

Dæmi um persónuleg markmið í vinnunni 2021

Um áramótin setjum við okkur oft alls kyns markmið fyrir nýtt ár, ekki síst á sviði hreyfingu og hollustu. En það getur líka verið gott að setja sér persónuleg markmið fyrir vinnuna og hér eru dæmi um hvernig slík markmiðasetning gæti litið út.

Atvinnulíf