
Viðskipti

Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni
43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+.

Fjögur ráðin til Brandenburg
Þorleifur Gunnar Gíslason, Dana Rún Hákonardóttir, Sóley Lee Tómasdóttir og Hildur Hafsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til starfa hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Brandenburg.

Verðbólga eykst í 6,2 prósent
Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%.

Versti dagur í langan tíma
Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð.

Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin
Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi.

Kristín Hildur hjá Fortuna Invest til Íslandsbanka
Kristín Hildur Ragnarsdóttir, eina af meðlimum Fortuna Invest, hefur verið ráðin til starfa hjá Íslandsbanka og þar sem hún mun leiða vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar.

Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp
Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu.

Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina
Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári.

Að kveðja á síðasta vinnudeginum
Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum.

Golfæði runnið á Íslendinga
„Það vilja bókstaflega allir komast út. Páskarnir eru nánast uppseldir hjá okkur og vorið einnig orðið þétt. Við erum þegar farin að huga að haustferðunum. Ég hugsa að hver einasti Íslendingur sem getur haldið á kylfu fljúgi út á þessu ári,“ segir Einar Viðar Gunnlaugsson, golfstjóri hjá Úrval Útsýn en frostbitnir Íslendingar festa sér nú golfferðir til sólarlanda í unnvörpum.

Fresta erlendri markaðsherferð vegna átakanna í Úkraínu
Íslandsstofa hefur seinkað erlendri markaðsherferð sem til stóð að gangsetja í dag vegna stríðsátakanna við landamæri Úkraínu og Rússlands.

Play bætir við áfangastað í Norður-Ameríku
Íslenska flugfélagið Play hefur opnað fyrir miðasölu á flugi til Orlando í Bandaríkjunum. Fyrsta flug félagsins til Orlando verður 30. september næstkomandi en þangað verður flogið þrisvar í viku.

Ásthildur Bára nýr markaðsstjóri SalesCloud
Ásthildur Bára Jensdóttir hefur verið ráðin markaðsstjori fjártæknifyrirtækisins SalesCloud.

„Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“
Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur.

Nær aldrei bæst við fleiri íbúðir en í fyrra
Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil.

Guðbjörg Sæunn frá Veitum til Einingaverksmiðjunnar
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar ehf. Hún tekur við af Sigurbirni Óla Ágústssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu 28 ár.

Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun eldsneytisverðs
Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna.

Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014
Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum.

Arion banki hækkar óverðtryggða vexti
Arion banki hefur tekið ákvörðun um að hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir 4,79%. Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir til þriggja ára hækka um 0,45 prósentustig og verða 5,69%.

Ísland ekki í næsta hópi HBO Max
Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland.

Hráolíuverð ekki verið hærra í sjö ár
Olíuverð hefur farið hækkandi síðustu daga og vikur. Tunna af Brent-hráolíu kostar nú 97,44 Bandaríkjadali og hefur ekki verið dýrari í sjö ár.

Baader kaupir restina af hlutfé Skagans 3X
Þýska fyrirtækið Baader hefur samið um kaup á 40 prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Skaganum 3X. Árið 2020 keypti Baader 60 prósent hlutafjár í fyrirtækinu.

Lygilega flókin svikamylla féll saman þegar starfsmaður leitaði að heimilisfangi fyrirtækisins
Svo virðist sem að fjöldi starfsmanna bresks hönnunarfyrirtækis sitji uppi með sárt ennið. Útlit er fyrir að tilvist fyrirtækisins hafi verið ein risastór og flókin svikamylla, runnin undan rifjum manns að nafni Ali Ayad. Hann virðist hafa gengið mjög langt í að viðhalda ásýnd fyrirtækins.

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað framleiðslulotuna.

Verkfæri ehf. opna Leica setrið í Kópavogi
Verkfæri ehf fer með umboð Leica Geosystems.

Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar
Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

Með puttann á púlsinum í áratugi
Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“
Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld.

Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns
Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari.

„Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“
Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís.